Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2007 | 01:42
Það er byrjað
Þá er þetta komið af stað hjá okkur. Æfingar hafnar á kvikmyndinni Stóra Planið. Eins gott að klúðra þessu ekki. Verður erfitt með þetta meistaralið sem ég hef í kringum mig. Hér er mynd frá æfingu, Pétur Jóhann og Harpa Arnardóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 05:36
Myndband dagsins
Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Vissulega inspírandi og ekki laust við að mann hlakki til efri áranna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 23:22
Himintunglin
Mikið rosalega fá stjórnmálamenn að blaðra á hverjum einasta degi í fjölmiðlum. Þetta er eins og ónotatilfinning sem sest að í manni, eitthvað sem maður vill losna við en verður bara að bíða uns í líður hjá. Stjórnmálablaðrið er verra með þetta, þar eru öll sund lokuð, maður getur ekkert flúið fyrir þessu.
Af hverju geta þeir ekki bara verið inn á alþingi og bablað, þeir sem hafa áhuga get skoðað þá í sjónvarpinu þaðan. Þá yrðum við laus við þennan óskapnað. Svo skil ég illa afhverju við höfum valið sjórnmál til að fá alla þess fjölmiðlaathygli. Það kannski liggur ljóst fyrir, að þetta séu málin sem varða okkar umhverfi og stjórnarfar og þessvegna eigi þau að fá athygli.
Afhverju má ekki bara gefa kvikmyndagerðarmönnum þessa athygli, þá gæti maður röflað ofan í landann sínar skoðanir á himintunglum kvikmyndanna. Þá fyrst yrði gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2007 | 16:52
Minningar sem hafa fölnað
Síminn hefur verið að keyra auglýsingu undanfarna daga með einhverri stúlku sem syngur um fölnaðar minningar. Venjulega er auglýsingar frá þessum stórfyrirtækjum s.s. bönkum, tryggingarfélögum o.s. frv.. fremur heterosexual, en þessi hefur farið furðuvel í mig. Finnst þetta vera fremur þorin auglýsing - hún er tvískipt, stúlkan að syngja og svo einhverjir upplýsingarammar í lokin. Tvennt er mjög ólíkt og skapar prýðilegt jafnvægi. Lagið er fallegt, næstum of falleg og dramað. Segi bara vel gert þið sem gerðuð stykkið. Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2007 | 10:04
Miðausturlönd og Kaupþing
Nú hefur Kaupþing opnað skrifstofu í miðausturlöndum. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir málinu. Eina umkvörtunarefni mitt er að þegar ég hoppa á www.kaupthing.is - heimasíðuna þeirra, þá er hún uppfærð svo sjaldan. Hér situr maður allan liðlangan daginn og bíður eftir nýjum fréttum af þessu straumhvarfa fyrirtæki, einni helstu skrautfjöður okkar Íslendinga.
Þætti vænt um, ef þið þarna úti, fáið einhverjar fréttir af því hvar Kaupthing opnar næst, eða hvað þeir kaupa næst. Gætuð þið sent mér upplýsingar um það. Bíð spenntur. Vííí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 21:00
Afskræmdar skoðanir
Nú er staðfest að Olíufurstunum verður ekki refsað fyrir samráðin. Í raun var Þórólfur fyrrv. borgarstjóri sá eini sem einhver ábyrgð lenti á. Það er merkilegt að sjá hvernig fólkið sem stjórnar fyrirtækjunum þarf ekki að axla ábyrgð. Í raun hafa piltarnir sem léku sér með þetta beitt klassískri þangartaktík og "komist undan".
Ég velti því fyrir mér hvort þeir hafi gert eitthvað rangt. Hvort þeir hafi vitað af þessu og hvernig ætli þeim líði með þá neikvæðu athygli sem á þeim lendir vegna málsins. Það er gaman að setja fókusinn hinum megin við línuna, sjá hvernig auðveldlega skoðun manns afskræmist. Það er máluð mynd af einhverjum hlut, við myndum okkur automatíska réttskoðun á málin og skoðunin er sett í geymslu, dregin upp í hvert skipti sem maður hugsar um málið.
Legg til að við sýnum þessum mönnum skilning, og gerum bara ráð fyrir að eitthvað karma-apparat sjái um þetta. Ef við gerðum þetta með öll daglegu pirringsmálin sem á okkur hvíla - hvar gætum við þá látið pirringinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 14:31
Stóra Planið
Já og jamm. Þá er undirbúningur kominn á fullt fyrir kvikmyndina Stóra Planið. Mig hefur dreymt frumsýninguna æði oft og ávallt eru viðtökur jafn slæmar. Spurning hvort að sé heillamerki. Segi meira frá þessu hér þegar nær dregur. Spennandi tímar en jafnframt mjög óspennandi og ómerkilegt fyrirbrigði þegar maður ber það saman við hið mikilvæga í lífinu.
Fyrir mér eru kvikmyndir það mikilvægasta sem ég geri, því það hjálpar mér að takast á við sjálfan mig - kannski er þetta meðvirkandi sjálfsblekking - hvað um það ætla að dvelja í henni í a.m.k. þessu lífi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2007 | 09:11
Ljóðsæla
Hér eru nokkrar línur sem Vilborg nokkur Eggertsdóttir frá Kvennabrekku orti um forsætisráðherrann okkar fyrrverandi að ég held, eða einhvern dreng með krullur, er ekki alveg viss.
Sól er yfir sundum
sveipuð dýrðarljóma
Leiftur frá liðnum stundum
lætur allt enduróma.
Sumar og sólardagar
svífa í vitundinni.
Grundir og grænir hagar,
geymast í minningunni
Um drenginn litla, ljósa,
lífsins undrið bjarta.
Krafðist þess að kjósa,
kraft síns eigins hjarta.
Krullur á smáum kolli,
kunni þá lítt að njóta.
Óla andúð því olli,
öll á brott nú fljóta.
Man hún mamma drenginn,
milda, mjúka arma.
Sterka kærleiksstrenginn,
streyma tár á hvarma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 18:50
Að banna samkynhneigð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.3.2007 | 16:45
Baugsmálið
Baugsmálið hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu - mig langar að segja nokkurð orð um þetta mál enda sárvantar góða og skýra umfjöllun um málið. Málið hefur ekki síst vakið athylgi vegna .... jesús minn almáttugur eini ... ætla bara minna sjálfan mig sem aðra á, að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli, hlúið vel að sálartetrinu í ykkur og hættum að upptaka hausa okkar með ómerkilegum hugarferlum.
Knús. Óli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)