Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Átakið

Þegar ég var staddur í miðju-megrunarátakinu á Hamborgarabúllunni rétt áðan rak ég augun í þetta: "Vandamál er tækifæri í vinnufötum". Amen.

Raquela opnar í USA

Í dag opnar "Queen Raquela" í USA. Miðað við að um 90% kvikmynda fá ekki bíódreifingu þá er ótrúlegt hvað þessi litla mynd hefur teigt úr sér.

Hérna er yfirlit yfir gagnrýni, hún er á twist og bast, ýmist mjög góð eða misjöfn. Það sem helst flækist fyrir fólki er að notuð er tænki heimildamyndar við að gera leikna mynd. Sumir þola það ekki, aðrir eru hrifnir eins og gengur og gerist. Eins og þroskaður einstaklingur hef ég einungis tekið saman það jákvæða.

"The Amazing Truth About Queen Raquela," opens in New York (Quad Cinemas), Los Angeles (Regent Showcase La Brea), Columbus, Ohio (Drexel East) and Palm Springs (cinemas Palme d'Or) theatres Friday 26th September.

LA Times review by Kevin Thomas.
“What's amazing is how Icelandic filmmaker Olaf de Fleur Johannesson managed to start out making a faux documentary on Filipina transsexual Raquela Rios and then turn it into a poignant narrative with The Amazing Truth About Queen Raquela."
latimes.com/entertainment/la-et-capsules26-2008sep26,0,487634.story

Hollywood Reporter review by Stephen Farber.
“Bottom Line: A fascinating, nonjudgmental portrait of Philippine ladyboys.”
hollywoodreporter.com/hr/film/reviews/article_display.jsp?&rid=11678

EdgeLosAngeles.com by Michael Diamond.
“It is a fascinating hybrid much like Raquela herself, who is a young "ladyboy," aka a transsexual.”
edgelosangeles.com/index.php?ch=entertainment&sc=movies&sc2=&sc3=features&id=80299

Frontier Publishing:
The Amazing Truth About Queen Raquela

Starring Raquela Rios, Olivia Galudo, Brax Villa
Unrated, 80 mins - ***1/2 (of 4 stars)
Raquela is a “ladyboy” (male-to-female transsexual) prostitute living in Cebu City, Philippines. With dreams of a life in Paris and true romance, she seeks opportunities and a man via the internet. After several letdowns, life takes a turn for the better when she's hired to provide content for a naughty ladyboy Web site. Raquela makes connections and is able to pursue her goals, heading to Iceland and eventually Paris thanks to the Web site's smitten American owner, Michael. Icelandic director Olaf de Fleur Johannesson artfully and entertainingly blends documentary with narrative storytelling: Most of the people and events depicted are real or recreated. We root for, and sometimes pity, Raquela through the various indignities and calamities she endures (and cringe when she mentions her aversion to condoms) throughout her journey. Playing herself, Raquela—whose voice is strangely shrill due to a childhood illness—is likeable, as is her clique of fellow ladyboys and friends. But the film's show-stealer is producer/actor Stefan Schaefer as the vulgar, selfish, yet occasionally altruistic Michael. —LAWRENCE FERBER

AfterElton.com
“A unique little film opens this week in NYC and LA that is definitely worth checking out if you're in either city and are looking for a reprieve from the junk cramming the multiplexes lately.”
afterelton.com/blog/brianjuergens/out-at-the-movies-amazing-truth-about-queen-raquela-choke-towelhead

 Campus Circle
“Olaf de Fleur Johannesson’s Queen Raquela employs a creative near-documentary style to explore the world of the Filipino ladyboy with compassion and objectivity.”
campuscircle.com/review.cfm?r=6874

LA City Beat review by Annlee Ellingson.
“Documentarian Olaf de Fleur Johannesson films this fairy tale in cinema verite style, shaping narrative elements around the real-life Raquela. This aesthetic lends the production authenticity – one senses that the events could be, and are, happening somewhere.”
lacitybeat.com/cms/story/detail/latest_reviews_september_25_october_1_2008/7540/

The Onion review by Noel Murray
“Icelandic documentarian Olaf de Fleur openly blends fact and fiction in The Amazing Truth About Queen Raquela , the partially true story of the Filipino transsexual Raquela Rios...

IFCFilmNews.com
“Offering up the most unlikely fairytale you're ever likely to see, Icelandic filmmaker Olaf de Fleur Johannesson draws on his documentary background with this endearing low-budget, semi-improvised Cinderella story.”
ifc.com/film/film-news

Bakitwhy
Ignoring rules of expectation, director Olaf de Fleur brings us his award-winning independent film which can only be categorized, as he calls it, a "visionmentary."
http://www.bakitwhy.com/2008/09/queen-raquela.html


Snúllur

Jæja, kominn úr fríi. Fór langt í burtu á ný en er kominn aftur, einhvern veginn virðist sem öllum hafi verið alveg sama.

Nú sé ég að ég get hætt í kvikmyndagerð. Queen Raquela er kominn á Quicktime.com og það þýðir að markmiðinu er náð. Ég hef alltaf jarmað um að eina takmarkið væri að komast þangað með mynd.

Nú er bara að velta fyrir sér hvað ég geti tekið mér fyrir hendur, þar sem ég er hættur í þessu kvikmyndabrölti. Gæti hugsað mér að sjá um að þrífa klósett í miðbænum og vera í núinu.

 :) snúllur yfir
 


Blómatal

Mættur aftur á klakann. Fínt að vera kominn úr hitanum í rigninguna. Búin að heimasækja ömmu og mömmu. Get þá farið að snúa mér að því að gera ekki neitt aftur. 

Lítið Blómatal hérna. Queen Raquela verður frumsýnd þann 10. október næstkomandi hjá Sambíóunum og í the QUAD í New York þann 26. september. Si.


Samak

thprts_658933.jpgÞað er alltaf spennandi að fara frá Bangkok. Síðast komst ég ekki þegar herinn tók völdin og skriðdrekar rúlluðu um göturnar. Svo blessaði kóngurinn valdaránið sem þýðir að allir í Tælandi verða frekar rólegir og hamingjusamir.

Nú er hinsvegar fjandinn aftur laus. Tælendingar vilja losna við bráðabirgðarstjórnina sem tók við herstjórninni í fyrra sem henti Thaksin í burtu fyrir tveim árum. Mikil mótmæli hafa farið fram undanfarnar vikur hérna niðri í bæ og það sauð uppúr í gær, einn lét lífið þegar með- og mótfylkingar mættust við þinghúsið voru m.a. að skjóta á hvor aðra.

Svo núna er herinn aftur kominn á stjá og forsætisráðherran Samak Sundaravej er búin er að lýsa yfir "State of Emergency", sem m.a. þýðir að það meiga ekki fleiri en fimm mótmæla saman í einu. Og fjölmiðlar sem hvetja til fjöldamótmæla má ritskoða.

Og í dag eru verkföll um allt land farin í gang til að hvetja stjórnina til að segja af sér. Búið er að loka á síma og rafmagn til þinghússins. Það ganga aðeins 800 strætóar í dag (um 20% af flotanum) í Bangkok. Thai airways ætlar líka að fara í verkfall, sem verður gaman, því ég á að fljúga með þeim í kvöld.

Það er PAD (People's Alliance for Democracy) og UDD (United Front of Democracy Against Dictatorship) sem eru að berjast. PAD vilja semsagt fá Samak í burtu, en UDD er að verja hann. Þessar tvær fylkingar eru að berja á hvor annarri hér niðri bæ. PAD hefur fengið 43 verkalýðsfélög til að fara í verkfall og klárt að "fólkið" stendur með PAD. Það hjálpar ekki að Kóngurinn er veikur þessa dagana og heldur lasburða til að fara að blessa hitt eða þetta.

Kóngurinn hefur gríðarleg völd hérna. Hann segir nánast aldrei neitt en þegar hann talar þá hlusta allir og hlýða. Þegar maður fer í kvikmyndhús, þá birtist tveggja mínútna mynd um Kónginn undir þjóðsöngnum, allir standa upp, þar sést hann ferðast um landið, með gleraugu að skrifa í bók, hinn hugsandi, sívinnandi maður fyrir hagsmuni Tælands.

Væri alveg til í að gera svona mynd um Ólaf Ragnar, áður en liðið heima fengi að sjá Batman.

Svefngalsi

bkk_gallery_653921.jpgFór að reyna að sofa klukkan ellefu, datt ekki í draumalandið, fór aftur á lappir klukkan þrjú í nótt, skyndilega var klukkan orðin sex. Þannig að ég ákvað bara að skella mér út að taka myndir. Var á röltinu í 35 stiga hita í fimm klukkutíma, nær dauða en lífi.

Ég var svo vankaður og ruglaður í hausnum að það rann af mér öll feimni, veittist hreinlega að fólki, náhvítur svefnlaus ruglaður íslendingur með myndavél og stillti liðinu upp með kurteisi fyrir framan vélina. Mér finnst það aldrei almennilega takast að taka myndir af fólki í laumi.

Hérna er hægt að sjá myndirnar.


Reuters

qrcert.jpgKvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum (MPAA) er búið að setja "R" stimpil á Queen Raquela. Það sjást 2-3 rassar, nokkur brjóst og maður fær "R". Það er nokkrum sinnum sagt "Fxxxing". Þetta er ekkert meira en ein venjuleg Clooney mynd inniheldur. En nei ó nei, bara af því að það er samsæri gegn mér og ... blah, þetta þýðir þá væntanlega að myndin verður ekki fjölskyldusmellur þarna.

Ég læt vera að það sé fjallað um myndina í dag í Indiwire, Screen International, Hollywood Reporter og Premiere. Það er hinsvegar mjög gaman að sjá æskuvin í flóðinu.

Þegar ég var ljúfur drengur í Búðardal á sínum tíma, þá kom pabbi heim og lagði sig ávallt í hádeginu. Fréttirnar voru settar í gang á fullu blasti á meðan hann "svaf". Maður komst ekki hjá því að heyra allt sem var í gangi, og ef maður hafði vit á að efast um einhverja frétt, þá var það lokakommentið um að fréttastofa Reuters bæri ábyrgð á fréttinni sem eyddi öllum vafa. Það er því sérstaklega gaman að sjá þetta hér á Reuters, nú er ég ekki í neinum vafa um neitt lengur.

Brúðkaup

brudk.jpgÞeir sem mig þekkja vita að ég er mikill stuðningsmaður brúðkaupa. Og enn meiri stuðningsmaður skilnaða. Það er fátt hollara giftu fólki en að skilja, þá opnast nýjar leiðir til að lifa lífinu, enda ætti að vera nóg fyrir fólk að hanga saman í 6-7 ár og svo bara skilja leiðir. Vandamálið í þessu og sársaukanum sem þessu fylgir er að fólki hættir til að taka þetta of persónulega. Margir halda oft að verðleiki þess minnki þegar "einhver vill þig ekki", slíkt er auðvitað vænisýki á háu stigi. Við erum nóg eins og við erum, um leið og við setjum út gjaldmiðilsósk á sál okkur erum við skrúfuð.

Hvað um það, Valdís sagði mér einhverntíma hugmyndina um Sveitabrúðkaupið sitt. Ég man vissulega að það var ég sem sagði henni að fara bara og skjóta þetta. Svo var ég að skoða stórprúða heimasíðu hjá Sveitabrúðkaupinu og það kemur mér verulega á óvart að það standi mynd eftir Valdísi Óskarsdóttir, finnst að þarna ætti að vera í sviga amk (Eftir að Óli Jóh sagði henni að fara og skjóta myndina). Eða ég gæti kannski fengið með-leikstjórnartitil.

Það litla sem ég hef séð úr myndinni er mjög fyndið og skemmtilegt. Ætla rétt að vona að þið hunskist á þessi mynd í bíó. Heimasíða Sveitabrúðkaupsins.

Langsuan Road

natco_pau_bo.jpgFór í nudd í tvo klukkutíma hérna á Langsuan, sem er svolítið uppa-hverfi, allt mjög hreint og fínt. Rándýr risastór veitingahús hérna á götunni sem ætíð standa tóm. Mann grunar að þetta séu peningahreinsunarfyrirtæki af einhverjum toga.

Hér á götunni yfir daginn á Langsuan liggur mikið af hundum, hreyfingalausir í sólinni og á kvöldin eru þeir á sama stað afvelta eða nartandi í hvern annann. Svo er mikið af rottum líka og köttum, tek oft fjarlægðarfeil á um hvort sé að ræða. Rotturnar eru svakalega stórar og duglegar að kræja sér í epli úr ruslinu (já, epli).

Hvað um það, fór á sama fína nuddstaðinn og venjulega. Reyni að fara eins of og ég get hérna, því heima kostar offjár fyrir ofþreyttar kvikmyndaaxlir að fá aðhlynningu. Það var hún Natco sem heimtaði að fá að nudda mig, hún er stelpustrákur og gersamlega pakkaði mér saman, enda sterkar karlmannshendur að upplagi.

Eftir nuddið fékk ég mér te, klukkan um eitt eftir miðnætti á langsuan með Natco, Pau og Boo, sá síðastnefndi talar fína ensku sem er fátítt í Tælandi. Boo sagði mér allt um árin sín í þýskalandi, þar sem hann bjó með lænki í Berlín uns þeir slitu samvistum. Boo er þrjátíuþriggja ára, kom til Bangkok frá Udon Tani í norð-austur Tælandi til að vinna sér inn aura og til að geta sent mömmu og pabba smá pening.

Þetta var mjög falleg stund innanum öll dýrin í skóginum.

Bilað stuð

oli_linda_partyÞað má segja að hér í Bangkok sé allt að verða vitlaust, brjálað stuð og svakalega gaman. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmigert snöggskot úr lífi mínu, alltaf á djamminu, alltaf að sukka, alltaf brjálað fjör. Eða þannig reynum við yfirleitt að merkja lífið, og ef það er ekki alltaf brjálað stuð, þá erum við ekki neitt. Ef það er ekkert spennandi í gangi, þá er ekki neitt í gangi.

Lífið hefur hinsvegar ekkert með svona yfirlýsingagang að gera. Það er yfirleitt bara eitt verkefni á eftir öðru, þagnir inn á milli, og malandi rödd í hausnum að reyna að stækka sig eða gera sig mikilvæga.

Fór semsagt í eitthvað stuttmyndafrumsýningarteiti, á myndinni held ég fast utan um kærustu vinar míns, rétt eins og hún væri mín. Stuttmyndin var 12 mínútur og var fremur vond á flesta vegu. Hitti handritshöfundinn sem sagði mér í trúnaði að hann hafi vitað þetta allan tímann, að hann hafi reynt að segja leikstjóranum þetta, og klipparanum, að hún ætti að vera tveim mínútum styttri, þannig hafi hann upphaflega skrifað handritið. Við fiskar og okkar tjarnir.

Hér í Bangkok er ekkert að gerast sosem, hlusta á handboltalýsingar á Rás 2, rölti hér um bæinn, skoða, tek myndir, fer í bátsferðir og nudd. Finnst að handboltaliðið ætti að púlla Björk á þetta og mæta með tíbeska fánann á verðlaunapallinn, það væri alvöru hugrekki og eitthvað til að vera raunverulega stoltur af. Annars skil ég ekki þessa Ólympíuleika, hvernig getum við keppt undir fánum þjóða, erum við ekki öll íbúar jarðarinnar og ef einhver vinnur þá tapar einhver. Hvernig getur það nokkurntíma verið í þágu einhvers góðs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband