Færsluflokkur: Menning og listir
2.12.2007 | 17:22
Frábærar fréttir
Mikið var ég glaður þegar ég sá kastljósið í kvöld. Að Bjarni Ármansson og Hannes Smárason skyldu báðir ákveða að hætta með öll sín viðskipti. Sérstaklega fannst mér gott þegar Bjarni sagði að hann hefði fengið nóg af þessu peningadóti öllu saman og ákveðið að hér væri gott að stoppa. Hannes Smára var öllu mýkri, þó var gott þegar hann reimaði á sig heimspekilegu skóna, talaði um að heilinn á sér væri eins og lítill spilltur krakki sem ávallt vildi meira og meira og meira. Allt væri ekki einu sinni nóg. Kauðarnir ætla því að njóta lífsins, að sjá til þess að þeir, skyldfólk og vinir gæti notið þess að vera rétt ofan við miðju í fæðukeðjunni það sem eftir lifir hins veraldlega lífs, restina ætla þær að leggja í hendurnar á hinum ýmsu góðgerðarfyrirtækjum.
Það var fallegt sem Bjarni lét verða lokaorð sín í þættinum; "Hvað erum við að verja með þessari útrás, hvaða lífsstíl? Hverju eru við raunverulega að áorka? Erum við að hjálpa Íslandi í montbaráttu vestrænna ríkja í hagvexti? Hver virði er hún fyrir okkur, mig, fólkið í landinu. Svo við getum gert hvað? Séð áhyggjulaust um uppeldi barnanna okkar? Nei, staðan sem við erum í er afar slæm, ekki einu sinn fólk með meðaltekjur getur "notið lífsins", flest okkar þurfa að ganga frá sér dauðum til þess eins að geta átt 48 mínútur á kvöldin með sjálfu sér. Eigum við að lifa lífinu að berjast fyrir þessu mínútum, eigum við að lifa lífinu örþreytt inn í einhverju, í raun ömurlegu peningaeltinga-plotti sem við höfum komið okkur í.
Maður sá í augunum á Hannesi, drenginn sem vildi bara verða drengur en ekki fullorðinn maður í þykjustuleik, þar sem skammlíf eignanjótun og samfélagsviðurkenning er eini gjaldmiðillinn.
Persónulega finnst mér þetta skrítið, peningarnir eru það eina sem er þessi virði að lifa fyrir.
1.12.2007 | 04:01
Zee Gangster
Fór á American Gangster í gær, ætla hér að dæma myndina út frá mínum skoðunum og hvað mér fannst um hana. Fín mynd.
-
Hitti ónefndan leikara á Tribeca Grill í dag, var að rabba við hann um eitthvað kvikmyndaprump framtíðarinnar. Þarna var heila mafían af kvikmyndaleikurum. Merkilegt hvað þetta er allt nálægt hérna. Og De Niro var á grillinu eins hann og gerir víst oft á föstudögum, hann á hlut í staðnum, ekkert nema sjálfsagt að hann geri eitthvað.
-
Hitti nokkra stelpustráka hérna, í einhverju partíi, þónokkuð um vændi, verið að safna fyrir aðgerðum og lífsviðurværi.
-
Queen Raqulea var boðið á Rotterdam hátíðina í dag. Ætlum að sjá hvað við gerum, væri fínt að launcha henni þar.
-
Búin að skrifa litla mynd sem ég skýt hérna snemma á næsta ári.
-
Búin að fá ógeð á m&m.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 21:05
Hommaskapur
29.11.2007 | 21:03
Ronna
24.11.2007 | 18:41
Talmyndir
Rifja hér upp lítið viðtal sem James Cornsmith tók fyrir Talking Flicks:
It is a common knowledge in Iceland that directors Dagur Kari and Olaf de Fleur have been sworn opponents on the filmmaking war-field. Dagur Kari has been the spokesman for finding the reality within the abnormality while de Fleur has been arguing that one cannot achieve a toilet-flush by speaking about it, not to mention the oddity of neorealism that Dagur so powerfully denies.
/// For starters, you both have been nominated for the Icelandic Film Awards, yet Dagur Kari is the one who always wins? Has that influenced your well known differences?
DAGUR: "I actually think that Olaf has won it twice for his documentaries"
OLAF: "It's true but Dagur is the one who has lost count on his awards, worldwide."
DAGUR: "Awards are nice but you always ignore them, otherwise they have no meaning. To some extent I think awards are useless, since films is just something you cannot really compete at.
/// Olaf, you've stated that Dagur is a big phony, what urged you to state this publicly?
OLAF: "Well, It's just because I think his films are just not that good. I don't get what all the fuzz is about? Dagur Kari this, Dagur Kari that, you just get tired of hearing his name for starters, and then just when I look at his films they're just so ... you know. I think especially "Flying with hope" (Flug Vonarinnar 1998) is something just a clear insult, yet it won all possible film prizes in Eastern Europe, what was that about?"
DAGUR: "Well I was living in Bulgaria at the time, I don't know why "Flying" won all these awards, it's all done in three takes.
OLAF: "I thought the kitchen scene was good though"
DAGUR: "You mean with the birds and the chairs?"
OLAF: "No where you have that shot of the dead mouse"
DAGUR: "That was not "Flying with hope", that was "Urgent message for Margaret" (Påtrengende budskap for Margaret 2001).
OLAF: "Oh, sorry".
DAGUR: "That's ok"
/// Dagur, now you are working as a consultant for Poppoli, Olaf's corporation, how do you feel working for him after things fell apart on your co-directing project with Olaf in Amsterdam "Wind in the stillness" (Wind in de onbeweeglijkheid 2003).
DAGUR: "I feel fine with it, I think we were just different and I had never worked with any director on a project and while Olaf was just drinking coffee and scratching his nose I was doing all the work."
OLAF: "Well, they (De realiteit Film, Holland) were paying us so much and Dagur was a much bigger name than me so I didn't get to do anything at all, if I wanted to do something, like with the prostitution scene, Dagur always went to the producer and got him on his side. I even had to eat alone in the cafeteria, not even the AD recognized me on the set."
DAGUR: "Sorry about that:"
OLAF: "It's ok."
/// And now working together, many people were surprised that you, Dagur with your name, joined the Poppoli corperation.
DAGUR: "I realized that, and many of my fans have contacted my office and asked what the hell is going on. But I'm a nice guy, I know Olaf has a lot to learn and I'm here to give, you know."
OLAF: "We are happy to get Dagur on board for sure, of course I have trouble working with him after our history, but now when I run the ship, there shouldn't be any major problems."
/// Tell us a little bit about the film you are working on together at the moment.
OLAF: "It's called "Me and my big ass" (Me, ed il mio asino grande) and it's all shot at Cinemacitta in Rome where me and Dagur live at the moment. It's about an elephant who wanders home to his mom after his plant in Africa dies.
DAGUR: "It's a project that is very close to my heart, about the wildness within places who have no home for such things, it's like a passional feeling that is like book that I am not allowed to read. The only thing now, after Olaf won the Gunther Heimarr award, I'm the one who has to eat alone in the cafeteria (laughs).
OLAF: "Sorry about that."
DAGUR: "It's ok.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 02:34
Skát
22.11.2007 | 02:28
La Dolce Vita
15.11.2007 | 04:05
Nútímaljóð frá Jórvík
Það er eins og að vera annarsstaðar í sjálfum sér hérna í New York. Maður er saklaus frá flestum hegðunartengslum sem maður hefur myndað í kringum sig á Fróni.
Þetta hefur alltaf blundað sterklega í mér, að vera laus frá öllu og öllum og þannig mynda sterk tengsl við sjálfan mig í gegnum heiminn. Þessi einkaréttur sem við stundum rekum í rassinn á öðrum en sjálfum okkur er óþægilega og óréttlætislega til lagður á allann hátt. Samt gengur þessi setning hjá mér ekki upp, þetta er allt svo öfugsnúið og óútreiknanlegt. Og flestir búa til bráðabirgðalausn til að trúa á, standa við og verja, bara til að hafa einhverja lausn.
Þessum dreng finnst fínt að vera týndur í skilningsleysismyrkrinu, að leita.
Bestu stundirnar hérna eru þegar ég er ekki að þykjast að vinna, þegar ég sit í neðjanjarðarlestinni og set mig í unglingshugsanir, spái í liðið. Sá stóran fallegan kött í lestinni í dag, sem reyndist vera stálpsleg rotta, nokkuð um vein og læti. En hún truflaði ekki einbeittan ungling í að spá í hegðun fólksins. Án orða. Vil ekkert fara nánar út í það, en rottum er þónokkuð mismunað frá köttum af okkur mannfólkinu. Rölti um Manhattan í þrjá tíma í gær. Tók einhverjar myndir.
Fór í leikaraskóla í gærkvöldi, horfði á kennara brjóta nokkra nemendur niður. Simon Cowell hvað. Hitti aðra tvo leikara í kaffi við barnes n nobles á union square og við böbbluðum um einhverjar hugmyndir sem ég hef verið að hripa niður.
Ég veit oftast ekki hvað ég kem mér útí, ég þoli illa skipulagða hamingju, vil að hún sé óvart, að hún gerist óvart, svona eins og þegar fólk verður skotið í bíómyndunum. Ég hef því verið duglegur (og skipulagður) að koma mér í asnalegustu aðstæður hér, þrátt fyrir að ég sé með sæmileg landamæri fyrir því að geta gert grín að sjálfum mér þá er ýmislegt hérna sem ekki er eftir hafandi.
Hitti Dag Kára í kínhverfinu og liðið frá Zik Zak, passaði mig á því að spyrja hann ekkert út í myndina sem hann og Zakkararnir eru að undirbúa hérna.
Dreymdi mína eigin jarðaför í fyrradag. Þar sem Johnny Cash og Bob Dylan fluttu lag (í eigin persónu), það voru allir frekar glaðir (ehmm), man bara að mamma var að sussa mikið á hana Sunnevu systir sem gat ekki setið kyrr. Siggi frændi, Biggi og Benni bro héldu á kistunni (þeir voru bara þrír sem ég sá), tvær fyrrverandi kærustur sá ég þarna.
Saman sungu Johnny og Bobby á meðan þetta rúllaði áfram. Jú, sá Óla Sveins æskuvin þarna líka, hann var að gráta. Samt var frekar létt yfir, svona í heildina. Melkorka og Fríða voru að hvíslast á, kannski var Melkorka ekki ánægð með dagskrána, hihi. Benní og Hugrún sátu eins ávallt þægar og ég man eftir þeim. Var annars fín mæting, kannski út af Johnny og Bobby.
Læt fylgja lag með Johnny Cash og Bob Dylan (ég kalla þá annars bara J.B. annars væru þeir ekki að spila í jarðaförinni minni).
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 18:01