Leita í fréttum mbl.is

Ástarblađur


mynd Páll Ólafsson orti ófá ástarljóđin - kveđskapurinn er slíkur ađ mađur skammast sín fyrir ađ kunna ekki íslensku. Ég er ţrjátíuogeins árs gamall, og hljóma kannski áttrćđur viđ ţetta blađur, en ţegar söngfuglar landsins rembast viđ berja saman einhver hljóđ ţá eru nokkrar setningar sem koma fyrir aftur og aftur s.s. "Von og trú" (mjög vinsćlt) "Í hjarta mér" (algengt) ađ ógleymanlegum veđurspám frá Nylon (mikiđ tala um él, vetur, snjó og rigningu).

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir ađ ţetta er nöldur frá mínum innri gamla manni, en ég verđ stundum ađ gera ţeirri hliđ til geđs. Lćt eitt gćsahúđarvaldandi stykki fylgja frá téđum Páli:

Gegnum myrkur gegnum él,
Gegnum fell og hálsa,
sé ég ţig og sé ţig vel,
saklausa og frjálsa,
blómleg eins og blóđ í snjó,
blunda á kodda ţínum,
ć hvađ ţú mín augnafró,
ert nú fögur sínum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Mín gamla innri kona er algerlega sammála ţér um hinn ljóđrćna viđbrennda hafragraut sem virđist vera viđ lýđi í ljóđagerđ nútímans í dćgurpopparaveröldinni.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 22.1.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: SM

,,blóđ í snjó" er ţađ ,,blómlegt"? Sorry nć ţessu ekki.

SM, 23.1.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ţađ sem er flott viđ ţetta ljóđ er ađ ţađ er ekki hlutbundiđ, gćti veriđ ástarljóđ til landins, til lífsins eđa til konu.

Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2007 kl. 13:56

4 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Góđ komment frá ykkur. Takk. Óli

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 23.1.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Ásgrímur Kristján Sverrisson

Hć Óli, jú gott stöff en nú verđa til hugrenningatengsl og leiđin liggur ađ einu fegursta ástarljóđi sem ort hefur veriđ á íslenska tungu. Nei, ţađ er ekki Ástarstjarnan og ekki Augun ţín... heldur

Hörkustykki:

Hún er svaka pía,                                                                               ég fíla hana vel,                                                                                 og ef ég fćr mér nýja,                                                                       ég aftur hana vel.

Hörkustykki, hörkustykki, hörkustykki framan á sér...                  o.sv.frv.

Ljóđiđ er eftir Jakob Frímann og fylgir fjörlegt lag međ. Tjáđi Jakobi ţessa skođun mína fyrir fáeinum árum og hafđi hann ekki gert sér grein fyrir stöđu ljóđsins í íslenskum bókmenntum.

Ţetta er fallegt kvćđi og einlćgt. Í raun sjaldséđ ađ karlmađur geti orđađ tilfinningar sínar til konu međ jafn skýrum og einföldum hćtti.

Bestu kveđjur, Ási.

Ásgrímur Kristján Sverrisson, 25.1.2007 kl. 14:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband