Leita í fréttum mbl.is

Íslandsfræði - Gjósemi

sbu0028lAð ganga um götur Reykjavíkur er eitthvað súrrealískt. Mér finnst ég aldrei eiga heima hérna, þó mér finnist það. Einhvern veginn er þetta eins og að vera á stóru hóteli. Gestirnir eru sérlundaðir spengir sem gefa sig sjaldan á tal af fyrra bragði. Þeir gjóa augunum á mann svona af og til, til að athuga hver sé á ferð, hvernig hann líti út.

Þetta gjóunar-element er það sem einkennir Íslendinga - að athuga "hinn" - á mörgun stöðum erlendis er þetta ekki mikið stundað, eða amk betur falið. Þar virðist  fólki vera nokk sama um útlit og atferli. Þetta hefur eitthvað með fæðina að gera og þetta er eflaust hluti af arfleið bóndans í okkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef einmitt gjóað augum á þig og verkin þín í gegnum tíðina

Skildi líka eftir skilaboð í gestabókinni þinni 

Heiða B. Heiðars, 24.1.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Haha :) - auðmjúkar þakkir fyrir það. :)

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 24.1.2007 kl. 18:42

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veistu að þetta er alveg rétt athugað hjá þér Poppólo. Ég bý í litlum bæ í bretlandi og hér er ekkert tiltökumál að lenda á spjalli hér og þar um allt og ekkert við ókunnuga. Íslensk vinkona mín var hér í heimsókn og við seóðum fyrir utan búðarglugga einn sunnudagsmorguninn og vorum að virða fyrir okkur gamaldags leikföng. Hún furðaði sig mjög á því að allir sem þarna komu í sömu erindagjörðum tóku tal saman og spjölluðu heimikið um allt mögulegt án þess þó að þekkjast. Hér hefur folk meiri áhuga hvað fólk hefur að segja en hvernig það lítur út. Alltaf þegar ég kem heim þá fæ ég átakanlega þörf fyrir að láta klippa mig og lita og fá mér betri föt. Hvernig sem svo stendur á því.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Akkúart Katrín - amen á eftir þessu.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 24.1.2007 kl. 19:05

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og eitt enn...flest allir vinir sem ég hef eignast hér er fólk sem ég hef hitt á kaffihúsinu mínu. Af því að fólk bara tekur tal saman og kynnist. Það er ekki horft á mann og maður stimplaður út af því að maður fittar ekki inn í fyrirframákveðna ímynd af áhugaverðri manneskju. Lesist sem topptískufríki í rétta merkinu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2007 kl. 19:41

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Verð að koma því að hérna að þetta gerist alveg hérna á klakanum líka! Held að þetta sé líka spurning um að gera sig "available". Ef fólk er lokað út á við er það stundum vegna þess að við gefum ekki færi á okkur. 

Dagana sem mér líður eins og mig langi að daðra við allan heiminn á ég oftast skemmtileg samskipti við alls konar fólk. 

Heiða B. Heiðars, 24.1.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband