30.1.2007 | 19:03
Hjartablómin
Ég veit ekki með ykkur, en það er svo mikið sem er í gangi í kollinum á hverjum degi, mikið líf, umræður og annað.
Í hausnum á mér er ýmsum brögðum beitt, þar er harðduglegt lið sem vinnur án yfirvinnutaxta, beitir kunnuglegu málþófi þegar við á og hefur svar á reiðum höndum við hvert tækifæri. Baki brotnu vinnur það við að steypa í sjálfsréttlætingarveggina, sem verða sífellt kostnaðarmeiri. Sérstaklega þegar maður hefur oft rétt fyrir sér. Svo eru heilir kastalar sem hafa verið byggðir í kringum hjartablómin, sem nokkrar trítlandi stúlkur hafa fengið að sjá, en það var alger undantekning. Það er þegar ég sest niður í hálftíma á hverjum degi og anda inn og út (sem eru tóm leiðindi), þá sér maður glitta í þennan arkitektúr og er harðlega áminntur um eigin meðvitundarleysi. Amen.
Í hausnum á mér er ýmsum brögðum beitt, þar er harðduglegt lið sem vinnur án yfirvinnutaxta, beitir kunnuglegu málþófi þegar við á og hefur svar á reiðum höndum við hvert tækifæri. Baki brotnu vinnur það við að steypa í sjálfsréttlætingarveggina, sem verða sífellt kostnaðarmeiri. Sérstaklega þegar maður hefur oft rétt fyrir sér. Svo eru heilir kastalar sem hafa verið byggðir í kringum hjartablómin, sem nokkrar trítlandi stúlkur hafa fengið að sjá, en það var alger undantekning. Það er þegar ég sest niður í hálftíma á hverjum degi og anda inn og út (sem eru tóm leiðindi), þá sér maður glitta í þennan arkitektúr og er harðlega áminntur um eigin meðvitundarleysi. Amen.
Athugasemdir
Steven Pressfield lýsir þessum samtölum sem fram fara i huga manns sem rökræður eða baráttu á milli egosins sem hann talar um sem resistance og svo High Self. Bókin heitir War of Art og er hrein snilld að mínu mati. Hafði mikil áhrif á mig og mitt egó sem fékk loksins ærlega á baukinn. Gerði einmitt verkefni í háskólanum í Oxford þar sem ég nam Social Sculpture. Gerði útvarpsþátt þar sem útvarpað var eintali sálarinnar inn í daglegan veruleika og hljóð hans. Hvoru tveggja í einu. Eitt yfirgnæfði annað.
Skil alveg hvað þú ert að tala um hérna og hef virkilega gaman af að lesa skrif þín og pælingar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 19:16
Mjög merkilegt Katrín. Kærar þakkir fyrir þetta.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 31.1.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.