Leita í fréttum mbl.is

Anna Nicole Smith Faktorinn

0000001773_DSC_2934[fullscreen]Stúlkan sem yfirgaf tilvist sína í síðustu viku er trúlega eitt besta dæmið um hvað við teljum líf okkar snúast um í dag. Hún átti það sammerkt með Paris Hilton að vera ekki fræg fyrir neitt. Það sem helst útskýrir frægðarferla stúlknanna er að kjötformið fellur einkar vel að nútímastöðlum um yfirborðslegan kynþokka - sem er eiginlega eina skýringin á athyglinni sem þær fá og fengu.

Lífið virðist snúast um peninga og kynlíf. Eins grunnt og það kann að hljóma, þá er það þetta tvennt sem virðist virka best á neytendur frétta og hluta. Við erum bara ekki komin lengra.

Eða hvað - ég held að við séum mun þroskaðri en þetta - hinsvegar eru það þessar áherlsur (peningar og kynlíf) sem prumpað er framan í mann á degi hverjum af fjölmiðlum - þannig eru þessar áherslur endurstyrktar í hug okkar aftur og aftur.

Við erum gangandi ævintýraheimar af mögulegum upplifunum - þessvegna er þetta pirrandi, þessar "tippa og píku" og "hvað á þessi mikið dót" fréttir/áherslur sem voru fullkomlega gild í grunnskóla - þegar maður var að uppgöta fyrirbrigðin.

Útlitið á okkur er bara formið sem við fengum fyrir viðkomandi lífsferil, til að takast á við okkar verkefni. Þessvegna er frekar heterosexual ("square") þegar einhverjar manntuskur og leysur eru að segja okkur hvað sé fallegt, fréttnæmt o.s. frv..

Kjánalegir flokkadrættir og skilgreiningar sem koma okkar eigin lífi ekkert við. Hverjum er ekki sama þó þessi eða hinn geri þetta - þegar verkefnið er klárlega að reyna að skilja sjálfan sig, vera næs við annað fólk og bera virðingu fyrir öllu klabbinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr ..

það er meira að segja farið að bögga mig þegar fólk sýnir mér áhuga byggt á útliti mínu ... finnst ég vera svo miklu meira en það!

þetta á alls ekki að sounda hrokafullt þótt það geri það eflaust

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Amen fyrir þessu. Árans kjötflokkanir. Alls ekki hrokafullt - sunnudagskvðejur.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 11.2.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Eins dauði er annars Brauð" á sannarlega við í þessu tilfelli. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Anna Nicole Smith virðist hafa verið typical tækifærissinni. Eins og til dæmis að giftast þessum kalli eingöngu vegna þess að hann var milljarðamæringur og kominn með  annan fótinn í gröfina. En nú er hún dáin blessunin og vonandi öðlast hún hamingjuna hinu megin.  

Svava frá Strandbergi , 11.2.2007 kl. 18:56

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér verður alltaf illt..veit ekki alveg hvar ég staðset þann verk...þegar svona heimskulegar myndir pg umfjallanir eru borðnar á borð fyrir mig. Eina ástæðan fyrir að "þessar" konur og "svona" fólk svo maður dragi nú rækilega í dilka er að þau eru  fólkið sem selur blöðin og tímaritin. Þessar sögur og klofamyndir. Þetta vill fólk lesa. Á endanum snýst þetta nefninlega alltaf um peninga og hvað selur. Og því miður hver hinn almenni neytandi er og hvað hann er lítið vakandi um allt klabbið sem við ættum að bera virðingu fyrir.Og hvar peningurinn hans endar. Frjálst val eða ítroðsla?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: bara Maja...

Heyr - heyr, loud and clear !

bara Maja..., 11.2.2007 kl. 22:48

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fólk fæðist ekki til að verða Önnur Smith þessa heims. Í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að hafa klikkað þegar uppalendur hennar kenndu henni að kunna að meta hvað gæfi lífinu gildi og hvernig hún ætti að meta sitt eigið mannsgildi. Með eitthvað skökk viðhorf lagði hún af stað og eins og tilvera hennar hafi ekki verið nógu brengluð fyrir, þá kepptist pressan um að ýta undir alla geðveikina og finna upp nýja ef þeim fannst biðin eftir því að hún gerði það sjálf vera orðin of löng.

Mér dauðbrá þegar ég sá fréttina um að hún væri dáin. Áttaði mig allt í einu á því að hún var raunveruleg manneskja sem var raunverulega til og ég hafði bara séð "fríkið" sem ákvarðanir hennar og fréttir af því teiknuðu fyrir mig ...og ég kokgleypti við því umhugsunarlaust 

Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband