Leita í fréttum mbl.is

Luuuuuuv


Æ, veit ekki með ykkur. Er hálf dofinn þessa dagana. Er að undirbúa kvikmynd og að klára aðra. Fer mestur tími í það. Er með gott fólk mér við hlið í þessu, svo á kvöldin dúlla ég mér við hitt og þetta sem þarf að gera. Svo fer ég að sofa. Á daginn fer ég í leikfimi, reyni að borða sæmilega hollt og vera góður við sjálfan mig.

Þetta er einhvern veginn allt á "repeat" þó auðvitað merki maður misjafnar sveiflur hér og hvar.

Hef ávallt helgað mínu lífi kvikmyndafjallinu, að klífa það, og er ekkert sérstaklega reyndur í öðrum hólum. Einnig hefur þetta hjálpað mikið til að takast á við hinar ýmsu hindranir (þroska-áskoranir) að geta speglað sig i þessari sköpunarvinnu.

Við þetta er ég sáttur. Og hef unnið stíft að því að einfalda líf mitt mikið, vera ekki að daðra við stúlkur þegar ég veit á endanum munu þær mæta afgangi, þar sem væntingar og þrár liggja á filmupólnum. Alltaf fundist þetta hálf-afbrigðilegt, að vera ekki eins og hinir, að vera í sambandi, eiga börn o.s. frv..

Held að bæði sé fínt, hver og einn má velja sína leið utan þess sem er fyrirfram ákveðið.

Held að á endanum séum við hér til að læra um okkur sjálf, þar með um aðra og þessvegna um lífið. Því hefur mér alltaf fundist ég vera álfur út úr hól með þessi sambandsmál. Eins og ég sé gestur á einhverri plánetu þar sem einhverjum bananaforestanum datt í hug að það væri góð hugmynd að láta karl og konu búa saman.

Vil að næsta pláneta sem ég heimsæki verði með fjarbúðarfyrirkomulagi, þar sem einstaklingar geti unnið eftir sínum sálarþrám, en samt saman að ákveðnum málum.

Þegar ég tek við forsætisráðuneytinu mun ég líklega banna með lögum sambúð karla og kvenna. Skil ekki hvernig þið gerið þetta.

Þetta getur ekki verið hollt. :)
Knús, Óli J.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kvikmyndaástríða þín virðist bera aðra ást ofurliði.  Ég kannast við þetta. Það að eiga ekkert til að deila með öðrum, eftir blóðlátið til listagyðjunnar.  Það er þó vert að hugleiða alvarlega, hvernig best væri að koma annari manneskju fyrir í þessari veröld og hvernig manneskju.  Kannski væri best að bindast svipuðum eldhuga, sem setur ekki kröfur á þig um mikla nærveru.  Það er ómetanlegt að eiga einhverja að, þegar skáldvímunni bráir af og það gerir hún.  Þá liggur maður með sviða í hjarta og óendanlegt tómarúm og saknar þess að ekki er hægt að sefa þann sársauka.

Pillur og vín voru mínar aðferðir og það gekk næstum af mér dauðum. Nú er ég frjáls undan því og skilinn á borð og sæng við kvikmyndirnar. Ég kvíð að taka það samband upp því ég óttast að kvikmyndadívan hryggbrjóti mig aftur.  Hún er óútreiknanleg og fer sínar eigin leiðir án tillits til tilfinninga.  Svo eru það ungarnir.  Þessir af holdi og blóði. Það er skelfilegt tómarúm þar ófyllt, þegar aldurinn færist yfir.

Ég sé eftir því að hafa ekki gefið bíóinu frí svona 1-2 ár inn á milli og snúið mér að einhverju allt öðru, eins og til dæmis lífinu.  En stundum bindur þetta mann á klafa.  Kvikmynd tekur 3-6 ár í ferli sínu og ef hún á að verða, þá er eins gott að líta ekki af henni.

Er það þess virði? Já og nei.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Kærar þakkir fyrir þetta Jón, sérstaklega fyrir að vera opinn um þín mál. Ég hef verið það heppinn að vera laus við vín og vímu stöff, hefur ekki náð til mín að neinu leyti.

Hef prufað flestar leiðir sem heilinn hefur lagt til með að koma öðrum fyrir, finnst það dásamlegt - en finnst á móti vont að binda hjarta við eina manneskju. Og þar koma kannski einhverjir sjálfsréttlætingarveggir við sögu sem þarf að brjóta, getur verið.

Ég hafði snemma mikla biturð í þessu bransa, svo sá ég hvernig hún lék margan kvikmyndamanninn eða stúlku.

Þetta tel ég mig vera búin að höndla, krefst þess að vera happí bæði þegar hlutir ganga og ekki ganga. Þetta snýst ekki um árangur, alls ekki.

Ég sé kvikmyndirnar svona - þær eru fullkomlega einskis virði - eina gildið er sá þroski sem maður ræktar inn í sjálfum sér, myndirnar eru með stuttan líftíma, eru hégómlegar og ómerkilegar. Með þessari heimspeki hefur mér tekist að halda biturð nánast út í kuldanum í mörg ár. Og eins og þú segir, vera duglegur við að leika mér að öðrum hlutum en þessum, ekki sívinnandi heldur leika mér meira. Þeir sem hafa brunnið út hafa hjálpað mér að sjá þetta blessunarlega snemma, að ekki sé allt með felldu á heimili kvikmyndastúlkunnar.

Ég skil hvað þú segir með ungana, hlusta en svara því ekki. Takk fyrir góðan punkt.

Amen til þín, kvikmyndabróðir

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 13.2.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Nú fór ég að hlægja aftur. Ég skil heldur ekki hvernig fólk gerir þetta (ókei; nennir þessu). Og þó. Það eru ákveðnir kostir, en líka gallar. En mér finnst nógu margir aðrir standa sig í þessu til að finnast ég þurfa að gera það líka. Og að fjárfesta tíma sinn í einhverju eingöngu til að verða ekki einmana í ellinni ... Ég veit ekki ...

gerður rósa gunnarsdóttir, 13.2.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú náðir að nýta þér reynslu annara Ólafur minn og það er segir mér að þú sért spakur maður. Þú hefur líka náð að koma þér yfir þennan viðurkenningarhjalla í þessum samansúrraða hóp misviturra og mishæfileikalíkra manna.  Ég lít upp til þín fyrir það. Ég er hálfgert burnout í þessu en þó...þetta togar alltaf eins og hafið togar í sjómenn. Ég vildi ekki fyrir nokkurn pening hafa farið á mis við þessi ár. Vöxturinn felst í ferlinu en ekki útkomunni. Ef maður einblínir á útkomuna og viðtökurnar, þá býður maður vonbrigðum og biturð heim.

Ég er ekki bitur.  Ég sá bara að hinar veraldlegu fórnir voru of miklar fyrir þessi forréttindi og maður hefir dregist afturúr í lífskapphlaupinu. Latibær hefur þó verið lifibrauð mitt undanfarin 2 ár og það er ágætis niðurtröppun.  Sú vinna er kidstuff miðað við hitt.

Þakka þér fyrir að nefna bloggið mitt ljúfur. Ég met það  mikils. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Takk fyrir þetta jón minn, alltaf ánægður að heyra í fólki sem talar með hjartanu - sendi mjög hlýjar yfir.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 14.2.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband