Leita í fréttum mbl.is

Lífið er prump

Ég hef oft líkt hverri sál sem afturenda - þegar við höldum að við séum eitthvað þá erum við að prumpa. Eins unggæðingslega og þetta kann að hljóma þá finnst mér margt til í þessu. Einhvernveginn, þegar við blindumst af eigin egói þá er okkur hrint pínulítið svo við lærum þá einföldu lexíu að við erum fyrir sjálfum okkur á framþróunarbrautinni.

Ég var að hugsa eitthvað á þessa leið þegar ég skaut rammana hér að neðan ásamt góðu fólki í Bangkok :

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Verð nú að segja að ég endurmet stöðu mína. All alvarlega. Prump?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið til í þessu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Að fólk sé bara illalyktandi loft? Njahhhh

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 01:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikið eru menn existensíalískir þykir mér.  Hljómar svoldið í anda prédikarans í Biblíunni. Allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi.

Við erum andar í ánauð mannlegrar tilvistar og þess vegna líður ookur svona held ég.  Takmarkanirnar eru stórar miðað við lífið í alvitundinni. 

Við komumst þangað fyrir rest. Reynum að hafa þolinmæði þangaðtil. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2007 kl. 05:45

5 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Jú, amen fyrir þessu. Hér er einmitt átt við eftirsókn vindsins - samlíkingin við afturendann hjálpar við þá tilhugsun að með einhverju ómerkilegu / engu séum við líklegri til að finna allt. :)

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 16.2.2007 kl. 10:21

6 identicon

ég er ekki sátt við þessa líkingu... pant vera meira en prump

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já það er ágætt að taka sjálfan sig ekki of hátíðlegan alltaf. En svo er það þessi þarna örfína lína á milli þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og sínum verkum og þess að taka sig ekki of hátíðlegan. Ég á stundum í smá vandræðum með hvar á að setja þessa línu.

gerður rósa gunnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 18:10

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

En meistarar prumpsins eru alveg örugglega asnar, þ.e.a.s. þessir með stóru eyrun.
Ef menn hafa áhuga á prumpi svona almennt, og vilja til dæmis prumpa meira og verr lyktandi, þá mæli ég með saltáti. Það er VERULega myglað. Maður fær við mikið saltát líka það sem ég kalla saltístru, eða prumpístru. Maður blæs allur út af tilvonandi prumpi.
Þetta var semsagt mitt innlegg í prumpumræðuna. Verði ykkur að góðu.

gerður rósa gunnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 18:27

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég sat nú einu sinni hest Gerður sem setti örugglega heimsmet í prumpi eftir að ég hafði flengriðið honum út um alla Hjörsey á Mýrum.
Ég var nú svo pempíuleg þá að ég dauðskammaðist mín fyrir að sitja á þessu ansk. prumphæsni. Nei prumphesti ætlaði ég nú að skrifa. 

Svava frá Strandbergi , 16.2.2007 kl. 22:45

10 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Pempíur og prumphænsni - ágætis titill handa Ólaf(i?) á einhverja mynd ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 17.2.2007 kl. 11:14

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ah ha ha ha hí flott Gerður

Svava frá Strandbergi , 17.2.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband