26.2.2007 | 21:00
Da Vinci Code
Jæja, þá er komið að kvikmyndagangrýni. Að þessu sinni verður tekin fyrir myndin Da Vinci Code, leikstýrt af Ron Howard, byggt á samnefndri bók Mr. Brown.
Sá hana loksins. Ehm, hvar skal byrja.
Fín tónlist.
Ég þakka þeim sem hlýddu.
Athugasemdir
Sem sagt aðeins góð tónlist.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.2.2007 kl. 21:50
Jú, mikið rétt góð tónlist. Myndin náði mér bara ekki að öðru leyti :) Fer eftir skapi og dagsformi.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 26.2.2007 kl. 21:52
hefur þú spáð í að gerast kvikmyndagagnrýnandi?
Það er oft þannig að fæst orð segja mest
Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.2.2007 kl. 22:17
Ég verð enn beisk þegar ég hugsa um þessa mynd! Man bara að það tók mig 10 klukkutíma! Bý á Akranesi og strætó gengur ekki nógu reglulega um helgar. Beiskj, beiskj!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:23
eins og bókin er góð....
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:49
ef fólk bara myndi trúa þessu þá myndi það komast hjá mikilli tímasóun... ég gafst hreinlega upp á þessari mynd og segi bara einsog Kleópatra "einsog bókin er góð"
halkatla, 26.2.2007 kl. 22:55
Sumar bókmenntir eiga aldrei að fara á hvíta tjaldið. Myndir bæta sjaldnast upp hugarheim bókanna. Ilmurinn var ein af þessum myndum. Ekki af því að erfitt sé að endurskapa ilm í mynd, það ætti ekki að vera neitt öðruvísi en að endurskapa hann á prenti. Heimur sögunnar og persónurnar eru bara miklu margslungnari og myrkari í úrvinnslu hugans en þegar ímyndunaraflið er tekið frá okkur og sýn eins aðila skellt upp á tjald.
N.b. Ég er ekki að fremja það guðlast að líkja þessum skáldverkum saman.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2007 kl. 23:01
Ég er nú svo græn að ég tók ekkert eftir tónlistinni. Þurfti að hafa mig alla við að fylgjast með þessum ótrúlega hröðu 'klippingum.' Veit ekkert hvort það er rétta orðið yfir það.
Svava frá Strandbergi , 26.2.2007 kl. 23:11
Aðalplottið í myndinni fyrir mig, sem kom fram í lok myndarinnar, aðskilnaður okkar á kvenn og karlorkunni og til að við verðum aftur whole, þá sameina aftur innan okkar, þessa orku, stundum talað um þetta sem twinflame......
Vilborg Eggertsdóttir, 27.2.2007 kl. 03:21
Ég horfði á fyrstu 10 mínúturnar af henni og drap svo í.... Hún virkaði leimó.
M. Best, 27.2.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.