28.3.2007 | 23:01
Jamm
Það rúllar allt prýðilega í undirbúningi á kvikmyndinni okkar hérna í Poppoli. Eina umkvörtunarefni mitt er að vinnudagar eru of stuttir. Maður er svo vanur því að vinna um 16 tíma í þessum kvikmyndabransa en í dag er öldin önnur.
Amk hjá þessu Poppoli apparati sem ég starfa hjá. Hér er unnið frá 10-12 - svo er tekin löng siesta til um hálf þrjú, eftir það er svo aðeins spjallað og skipulagt til fjögur. Eftir það getur maður bara farið í leikfimi eða eitthvað. Ég skellti mér í grasagarðinn í dag í laugardalnum, sat þar við tjörnina, skrifaði nokkur ljóð og las þau jafnharðan upp fyrir mig. Á leiðinni þaðan tók ég nokkrar ljósmyndir, tók samgangendur tali og slakaði á.
Mun að sjálfsögðu halda áfram að babla um þetta ljúfa líf hér áfram.
Athugasemdir
Hér lýsir þú spekingi á göngu sinni. Í grasagarðinum gekk Sigurjón Kjartansson á vatni af því að hann nennti ekki að ganga brúnna. Svo líka af því hann var smásjóoff í hlutverki frelsarans. Reyndar krossfestum við hann þar líka á krossinum úr Myrkrahöfðingjanum og það við litla hrifningu sumra gesta.
Já bíórythminn er öðruvísi en hjá venjulegu fólki. 16 tíma ósiðurinn er seinvaninn af. Þegar ég byrjaði 10 tíma daga hjá Latabæ, þá fannst mér ég varla vera mættur, þegar ég átti að fara heim og fannst ég engu hafa komið í verk. Það segir manni svo sem margt um hve effektífur maður var orðinn. Þetta er hljóðlátur óvinur þessi vökudraugur og leggur mann fyrr en síðar. Farðu varlega. Þetta knýr þig til að skipuleggja dagana. Það er mikið auðveldara að vinna þetta á alþýðlegum ryþma. Auk þess ánægjulegra, hollara og skilvísara.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 23:49
Frábært í Grasagarðinum. Hef líka tekið myndir þar og verið bæði ein þar eða með fjölskyldunni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.3.2007 kl. 11:55
Smá taeknileg spurning. Er myndin tekin á filmu eda venjulegt dv og hvernig linsu notid thid?
Ragnar Trausti Ragnarsson, 31.3.2007 kl. 19:57
Ragnar, myndin er tekin á sony hd 750 - ekki viss með linsurnar, en þær eru hörkufínar, skipta þó ekki höfuðmáli við myndgerð, síður en svo.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.