Leita í fréttum mbl.is

Bjórþamb

HF_prod_stills_snati_flowershop35Það er langt síðan að ég hef fengið mér bjór tvo daga í röð. Á föstudagskvöldið sem og laugardaginn sat ég við bjórþamb (þ.e. 2-3 bjórar sitthvort kvöldið). Ég hef aldrei þolað mikið af þessu alkahól-sulli, blessunarlega, því það tekur frá orku og einbeitingu, og er stórlega ofmetinn skemmtifélagi.

Hvað um það, þetta var gott að sprikla aðeins, við erum búin með fimmtu viku af átta og erum að ganga inn í sjöttu viku. Allt hefur gengið snuðrulaust fyrir sig fyrir utan einstaka upphlaup og stæla í leikstjóranum sem þykist vita flest betur en aðrir. 

Á ljósmyndinni öskrar leikstjórinn á Ingvar E. Siguðrsson og Pétur Jóhann, skipanir um hvernig þeir eigi að finna barnið í sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jónasson

Ég vill fara að fá hlutverk.  Þú þekkir minn leiklistarferil og hvað er vandamálið.  Þinn æskufélagi.

Reynir Jónasson, 12.5.2007 kl. 03:15

2 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Þetta er eins og að vera komin aftur í grunnskólann í Búðardal. Þekki auðvitað leiklistarferil ykkar beggja sem helst samanstendur af Árshátíð skólans. Tommi minn takk fyrir falleg orð.  Og Reynir, það væri ekkert mál að láta þig fá hlutverk, hinsvegar erfitt að eiga við umboðsmaninn þinn varðandi kaup og kjör.

Hlýjar til æskuvina. 

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 12.5.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband