1.6.2007 | 20:47
Skógardýrin
Það er merkilegt að fylgjast með nafnlausum "kommentum" í kerfinu á Visir.is. Þar kemur í ljós rosaleg vanlíðan og mannfyrirlitning. Þessi iðja virðist helst blómstra í skjóli nafnleyndar sem viðhefst á vefnum.
Þetta nafnleyndarkerfi má finna á mörgum spjallsíðum - það er afar ósmekklekt að sjá menn belgjast út í skrifum yfir óförum annarra á fréttasíðu. Þetta á líka við mbl.is, þar sem kommentin er þó eilítið ljúfari.
Maður veltir fyrir sér þvílík vanlíðan og hatur leynist undir grasrótinni hér.
Hvað varð um öll dýrin í skóginu sem ætluðu að vera vinir.
Athugasemdir
Mér finnst nú ekkert betra þegar fólk er að skrifa einhvern óverra undir fölsku flaggi og notar bloggsíður til þess að segja hluti sem það aldrei myndi þora annars.
Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 20:52
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
góða "skemmtun" :)
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 1.6.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.