Leita í fréttum mbl.is

Hugrakkar stelpur

xboysEftir að hafa unnið að "Queen Raquela" í u.þ.b. ár fékk ég emil frá nokkrum stúlkum í Manila.

Ég tók myndina að hluta upp á Filippseyjum nánar tiltekið á eyjunni Cebu. Eyjan er frægust fyrir að vera dánarstaður Magellan. Stríðshöfðingi að nafni Lapu Lapu drap hann í orrustunni um Mactan á Cebu árið 1521.

Ég vildi ekki taka myndina upp í Manila þar sem borgin er alræmd fyrir hávaða, mengun og almenn læti sem hefðu truflað Búðdælinginn við tökur. Hvað um það, myndin fjallar semsagt um stráka sem ganga inn í lífið með stúlkuanda. Skýringar á þessu fyrirbrigði eru engar, a.m.k. ekki nothæfar. Einkum eru skýringar fræðimanna á þá leið að "hugsanlega þetta og hitt" geti verið orsökin. Lífið er falleg rökleysa og ágætt að taka því þannig. Skekkjumörk skilningsins á kraftaverkinu eru handan okkar tvívíða skilnings.

Almennt er þetta erfitt hlutskipti að vera Stelpustrákur, að ekki sé talað um í hard-core kaþólsku samfélagi líkt og á Filippseyjum. Ég vissi í sjálfu sér ósköp lítið um þetta, í raun áttaði mig bara á myndinni í miðjum tökum. Skrifaði heilan helling um þetta og birti hér og hvar, m.a. á heimasíðunni hjá okkur á Poppoli.

Það var þar sem fámennar, en hugrakkar stúlkur í Manila komu auga á villur í máli sveitapiltsins. Ég fékk nokkra blíðmælta emila frá þeim, þar sem þær skömmuðu mig, leiðréttu hinar og þessar staðreyndir um sitt hlutskipti.

Yfirleitt þegar maður reynir að skapa eitthvað myndefni er maður óþægilega meðvitaður um tilgangsleysi þess. Þessi sjálfhverfi kvikmyndaheimur er ekkert sérlega þægilegur í sambúð.

Nema hvað loksins er ég (ath ásamt ótrúlega góðu starfsfólki), hugsanlega búin að aula út mynd sem getur orðið til einhvers gangs.

Stúlkurnar í Manila reka lítin réttindahóp Stelpustráka, þær fá engan fjárstuðning heldur strögglast í þessu af hugsjón. Þær fara í skóla og fræða börn um hlutskipti sitt, það að vera kona en geta aldrei eignast börn, það að vera kona en geta yfirleitt ekki eignast gagnkynhneigðan kærasta. Einnig berjast þær við stjórnvöld af hörku, þar sem Stelpustrákar fá ekki inngöngu í góða skóla eða góð störf.

Þær enda yfirleitt á götunni í vændi eða í felum á einhverri hárgreiðslustofunni. Stelpustrákar (Ladyboys / Shemales / Transsexuals) eru einnig vinsælar í klámheiminum. Hvernig á heimur karla að taka þessu stúlkukyni öðruvísi? Skilgreina þær sem sem enn eitt kynlífsörvunaratriðið á leiksviðinu. Þessar stúlkur endurspegla stöðu kvenna sinnum tíu á plánetunni. Ég er ekki femínisti, veit ekki hvað það þýðir, en held ég hafi slysast til að gera háfeminíska sögu.

Nú ætla stúlkurnar að taka myndina af mér, ætla að nota hana sem verkfæri í baráttu sinni við stjórnvöld á Filippseyjum. Þar ætla þær að sýna myndina í kvikmyndahúsum í Nóvember og vekja athygli á baráttu sinni við að koma í gegn "Anti-Discrimination" (gegn-mismunun) lögum á Filippseyjum.

Hvort sem það tekst eða ekki. Hvort sem Queen Raquela hjálpar eða ekki, þá amk var þetta erfiðisins virði.

Að fá stuðning við Queen Raquela hér heima hefur ekkert gengið. Þetta er skilgreint sem einhver óþægileg "hommamynd" af því er virðist. Það er eins og fyrirtækjum finnist óþægilegt að láta bendla sig við "homma" eitthvað.

Queen Raquela hefur verið rekin af vanefnum, það er reyndar ekkert nýmæli fyrir kvikmyndabröltið hér heima. Stuðningur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og Norræna kvikmyndasjóðnum, RÚV, Danmarks Radio, TV2 í Noregi hefur gert mér kleift að hafa farið langleiðina með verkið. Þó það vanti herslumuninn þá skiptir það ekki máli. Ég hef ávallt náð að ljúka verkum sama hvernig buddan er. Eina sem þarf er tölva og sæmileg nenna.

Er ekki alveg viss hvenær mér tekst að drösla henni í bíó. Það verður fyrr eða síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að fara í gegnum allt þitt blogg og ég mæli með því að aðrir geri hið sama.

Ég táraðist þegar ég skoaði þessa færslu og vill gjarnar sjá framhaldið.

keep up the good work!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Gangi þér vel á þessum endaspretti og svo langar mig að hrósa þér fyrir mýktina og mannlegheitin sem skína í gegnum bloggið þitt......að ógleymdum góðum húmor.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þorbjörg þú sagðir þau orð sem ég fann ekki...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Takk kærlega fyrir hlý orð. Ljúfar, ljúfar, óli j.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 25.7.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er erfitt að vera abstrakt í ferköntuðum heimi, sem gúterar fátt annað en línulega hugsun og rökrænar afleiður.  Þetta á bæði við um blessaðar stelpurnar í Manila og kvikmyndagerðarmenn hér.  Þetta er því svona "double jeopardy" hjá þér.  ´Ég er einhvernveginn sannfærður um að þessi mynd á eftir að fá þá athygli, sem hún á skilið og meira en það.  Það er bara smá hik eins og oft vill verða þegar eitthvað nýtt birtist.  Þetta þarf að síast inn.  Haltu áfram að agítera og lobbya fyrir þessu barni þínu og það mun verða hafið til vegs og virðingar.  Kannski er það einmitt leiðin að hún veki umræður úti svo fólk opni augun hér.  Það er gömul saga og ný hér heima.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband