18.8.2007 | 17:39
Addóli
Hér má sjá ungan bónda að störfum skammt frá Vígholtsstöðum í Dalasýslu. Ég eyddi stórum hluta æsku minnar á þessum stað með Sigurði frænda mínum, sem tók þessa mynd af drengnum sínum röltandi um túnin í gleymdri sveita ró. Bið að heilsa Sigurbirni og Melkorku.
Athugasemdir
Stórt amen fyrir þessu Tommi. Legg til að við fjárfestum í Búðardal, tökum undir okkur húsalengju og fáum æskuvinina til að flytja inn við hliðina. Svo getum við keyrt suður á milli. Held þetta sé díll. Endurreisum lallatúnið í sinni upprunalegu mynd. Þetta allt saman ætti ekki að kosta okkur meira en 100 millur. Veit ekki hvað fólk er að bulla með þessu "núi" bulli. Lifum bara í fortíðinni og höfum það gott.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 20.8.2007 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.