26.10.2007 | 02:11
Edduverðlaun 2007
Var að kíkja yfir tilnefningar fyrir Edduverðlaunin. Skil ekki alveg þessi tilnefningu fyrir "VANDRÆÐAMAÐURINN (Den Brysomme Mannen)" fyrir kvikmynd ársins - nokk skrítið - þetta er ekki eins og þegar Dagur Kári var með "Voksne", sú mynd var hans handrit og leikstjórn, hans hugaverk - en þarna erum við komin með norskt hugverk í kvikmynd ársins. Eiginlega stórfurðulegt fyrirbrigði, væri gaman að fá útskýringu á þessu og þá hví gengið er framhjá Astrópíu sem er ein vinsælasta mynd ársins eða Slóðinni Köldu hjá Bjössa.
Þetta er skrítið. Óska fólki til hamingju með tilnefningar en bendi jafnframt á fáránleika þess að keppa í listgreinum. Leikur sem ég tek þó fullkomlega, brosandi, þátt í.
knúsí, ola
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég er búinn að fá eina Eddu og tvær tilnefningar. Það er ágætt fyrir þetta líf, svo nú hefur maður snúið sér að öðru.
Ég er sammála þér með þessa útnefningu. Mikið á skjön við allt, sem efst hefur verið á baugi. Gunni ætti að fá viðurkenningu fyrir Astrópíuna og jafnvel Edduna. Hann er klár og góður drengur, sem hefur gert frábæra hluti í öllum sínum viðfangsefnum og á eftir að marka spor. Þið tveir eruð vonarstjörnurnar í mínum augum.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2007 kl. 02:06
Fyrst þetta: alveg ofboðslega sammála þér með keppni og list, fer einhvernveginn illa saman en þó er alltaf gaman og gott að fá viðurkenningu fyrir störf sem unnin eru í þágu listarinnar. Það þekki ég af eigin raun ;)
Svo þetta: hvenær fáum við mörlandar að sjá Queen Raquela?? eða fylgist ég svona illa með og er kannski búið að sýna hana hérna heima?
Syngibjörg (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 03:22
Við skulum sjá Jón minn hvernig þetta fer, erfiðið þarf alltaf að vera óháð árangri, annars mengast maður fljótt.
Og Queen Raquela ætti að koma fyrri hluta nærsta árs í kvikmyndahús.
knús.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 30.10.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.