6.12.2007 | 06:47
Yfir hafið
Kom heim frá New York í gær. Farin að þola illa þessi flug hopp, verð ávallt meira og meira kvíðinn í flugum, eitthvað að gera með taugakerfið líklega, líkaminn er hræddari. Þrátt fyrir að ég segi sætisfélögum mínum ávallt í óspurðum að ég sé tilbúin að deyja, að maður þurfi alltaf að vera tilbúin að fara, maður sé ekkert hvort eð er, ættingjar og vinir leggi miklu meira mikilvægi á manns líf en innistæða er fyrir. Maður er bara rykkorn í útjaðri útjarðs útjarðar alheimsins.
Hvað um það, hjá mér sat (sæti á milli), af hreimnum að dæma, rússnesk stúlka, hún var eitthvað þreytt, þannig að ég bauð henni að sitja við gluggann, benti henni á að þar gæti hún hallað höfði að vegg, og mætti endilega setja fætur í miðsætið, hún var einhvern veginn þannig að manni langað að breiða yfir hana teppi, þreytuleg á að horfa.
Flugþjónn nálgast,
Flugþjónn: "Herra, má bjóða þér að sitja við neyðarútganginn, þar er laust, meira bil mill fóta, auk þess sem ég er með hjón sem sitja á sitthvorum staðnum í vélinni, mig langar að setja þau saman hér við hliðina á þessar stúlku.
Ég horfði á flugþjóninn, leit svo hægt (nánast í slow motion) á stúlkuna sem var búin að halla sér með púða og teppi, augu lokuð (myndavélin súmmar inn á stúlkuna), ég lít á flugþjóninn og píri augun að honum (súmm á mig líka), og segi: "Veistu ..., takk, en nei takk". Flugþjóninn var ákaflega hissa. Hví hafði þessa herramaður neitað svo góðu boði? Var hann geðveikur?
Nei, það sem flugþjóninn vissi ekki, var að ég vildi leyfa stúlkunni að sofa, með hjón við hlið sér, myndi hún aldrei ná því. Og það sem var svo sorglegt við þetta, er að ég gat ekki sagt flugþjóninum þetta. Og, ég sagði henni þetta aldrei heldur .... (þögn í salnum) ... (hvíslar) ég sagði henni þetta aldrei (þögn í sal, uns áttræð kona á þriðja bekk, hægra megin, brestur í grát, og hálf-hleypur út úr salnum).
Í miðju flugi, þegar vélin tók nokkur hopp, heyrði ég stúlkuna taka andköf, nokkrum sinnum, fannst eins og ég ætti að segja eitthvað. Hætti við. Svo fann ég hönd hennar á öxl, hún spurði "Can I hold your hand?". Hönd í hönd, aftast í troðfullri flugleiðavél, leiddust við í gegnum hoppin. Það var eitthvað svo fallegt við þetta, þetta er líklega í fyrsta skipti á ævinni sem ég hleyp ekki í burtu frá stelpu við snertingu, fullviss um að hún ætli að slá á mig eignarétt, sem ég fyrir mitt litla líf hef aldrei þolað.
Jiminn hvað maður getur blaðrað, amk, kominn heim, veikur, hress á því.
Hvað um það, hjá mér sat (sæti á milli), af hreimnum að dæma, rússnesk stúlka, hún var eitthvað þreytt, þannig að ég bauð henni að sitja við gluggann, benti henni á að þar gæti hún hallað höfði að vegg, og mætti endilega setja fætur í miðsætið, hún var einhvern veginn þannig að manni langað að breiða yfir hana teppi, þreytuleg á að horfa.
Flugþjónn nálgast,
Flugþjónn: "Herra, má bjóða þér að sitja við neyðarútganginn, þar er laust, meira bil mill fóta, auk þess sem ég er með hjón sem sitja á sitthvorum staðnum í vélinni, mig langar að setja þau saman hér við hliðina á þessar stúlku.
Ég horfði á flugþjóninn, leit svo hægt (nánast í slow motion) á stúlkuna sem var búin að halla sér með púða og teppi, augu lokuð (myndavélin súmmar inn á stúlkuna), ég lít á flugþjóninn og píri augun að honum (súmm á mig líka), og segi: "Veistu ..., takk, en nei takk". Flugþjóninn var ákaflega hissa. Hví hafði þessa herramaður neitað svo góðu boði? Var hann geðveikur?
Nei, það sem flugþjóninn vissi ekki, var að ég vildi leyfa stúlkunni að sofa, með hjón við hlið sér, myndi hún aldrei ná því. Og það sem var svo sorglegt við þetta, er að ég gat ekki sagt flugþjóninum þetta. Og, ég sagði henni þetta aldrei heldur .... (þögn í salnum) ... (hvíslar) ég sagði henni þetta aldrei (þögn í sal, uns áttræð kona á þriðja bekk, hægra megin, brestur í grát, og hálf-hleypur út úr salnum).
Í miðju flugi, þegar vélin tók nokkur hopp, heyrði ég stúlkuna taka andköf, nokkrum sinnum, fannst eins og ég ætti að segja eitthvað. Hætti við. Svo fann ég hönd hennar á öxl, hún spurði "Can I hold your hand?". Hönd í hönd, aftast í troðfullri flugleiðavél, leiddust við í gegnum hoppin. Það var eitthvað svo fallegt við þetta, þetta er líklega í fyrsta skipti á ævinni sem ég hleyp ekki í burtu frá stelpu við snertingu, fullviss um að hún ætli að slá á mig eignarétt, sem ég fyrir mitt litla líf hef aldrei þolað.
Jiminn hvað maður getur blaðrað, amk, kominn heim, veikur, hress á því.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:50 | Facebook
Athugasemdir
Velkominn heim Óli og takk fyrir þessa stuttmynd.
Ásgrímur Sverrisson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:32
Ég tek alltaf Eckhart Tolle á flugið. Vera algeglega í núinu. Nú er ég á lífi og enn er ég á lífi og núna er ég enn á lífi og enn lifi ég...etc
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2007 kl. 19:10
Ég tek alltaf tölfræðina á flug. Líkurnar á því að lenda í bílslysi eru meiri en flugslysi. Svo líka ef það er hefur verið flugslyg nokkru áður en ég flýg þá veit ég fyrir víst að það mun ekki gerast fyrir mig. Líkurnar eru það litlar.
En góð og hjartnæm saga Óli minn. Er nokkuð viss um að ég hefði ekki haft hagi stúlkunnar í fyrsta sæti ef mér hefði verið boðið betra sæti. Maður er nú svo hávaxinn að maður notar hvert tækifæri til þess að rýmka um fæturna í svona flugum.
Ómar Örn Hauksson, 7.12.2007 kl. 10:34
Það er nú örugglega meira spennandi að deyja í flugslysi en úr hárri elli - með Alzheimers og alles.
gerður rósa gunnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 22:02
Frábær komment hjá ykkur. Takk.
Ómar, sumir fæðast litlir, ok!
Tommi, amen, ég er game. Sendu handritið á mig.
Jón Steinar ... Echart Tolle, vinur okkar, veit of mikið, hann er með þetta, spurning hvort hann eigi að vera gefa þetta út, hélt við ættum að komast að þessu sjálf.
Ási, takk.
Gerður, rétt - ég held að maður komist inn í himnaríki á þeim forsendum hversu spennandi dauðdagi manns var, flugslys hlýtur að koma manni í góða svítu.
Auður - það er rétt, ég er ósérhlífinn og óeigingjarn, það er þó móður minni að þakk.
Jól, jólin til ykkar.
Snjóli.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 18.12.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.