16.1.2008 | 23:10
Brooklyn Job

En semsagt, er að skjóta eitthvað hérna, veit ekki alveg hvað, kemur bara í ljós. Tuttugu manna crew af liði sem andar, sefur og mígur kvikmyndum og mjög vant. Það er mjög svipað íslensku tökuliði en þó einn risa-munur, það þurfa mun færri að "skjótast" eitthvað. Á Íslandi þá er alltaf einhver að ná í börn, fara til tannlæknis, ná í frænku sína o.s. frv. Hér dvelur fólk meira í þessu, er almennt mjög þolinmótt.
Það er tiltölulega snemmt í tökuferlinu, þannig að ég ætla ekki að gerast of stóryrtur alveg strax. Sjáum hvernig þetta endar.
Skítakuldi hérna.
Bý á landamærum Póllands og Ítalíu hérna í Brooklyn, það er bara þannig, í eina átt eru heitir Ítalir og í hina gráir Pólverjar, alltaf eitthvað svo dauft yfir þeim, þ.e. framhliðin á þeim en svo dýpkar vel.
Er að fara í kokteilboð í kvöld, nokkuð sem maður gerir aldrei á íslandi því þau eru almennt svo þurr og leiðinleg, eflaust er það líka þannig hérna, en ætla þó að kíkja. Tilefnið er innflutningur í nýja íbúð, maður er vægt spenntur, og svo minnkar ekki spennan við að þetta er leikkona úr Coyote Ugly.
Ljúfar yfir, snjóli.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hvaða leikkona?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 08:46
Brooklyn Rules
40 Acres & A Mule
Ómar Ingi, 18.1.2008 kl. 00:13
Leikkonan heitir Piper :)
Ég fer á Hogs and Heffers Tommi - ekki spurning, hihi !
Takk Ómar
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 19.1.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.