2.4.2008 | 01:09
Filmað með ungfrú Kúba 2001
Ég og ungfrú Kúba 2001 vorum að mynda í Mexíkó um helgina. Var mjög gaman, hlýtt og yndælt. Sérstaklega kom það mér á óvart hversu góða ensku hún talaði og var ekkert hrokafull (hafði heyrt misjafnar sögur). Vorum að kvikmynda auglýsingu, man ekki hvað nákvæmlega, það var einhver mjólkurvara. Ég sagði henni í trúnaði að ég hefði ekkert á móti brúnhærðu kvenfólki, það hefði ekki verið rétt haft eftir mér í viðtalinu.
Ungfrú Kúba 2001 hefur mátt muna fífil sinn fegurri, eftir að hún vann er eins og óhamingjunni hafði orðið allt að vopni á lífsleiðinni. Hvað um það, við vorum orðin sein, þar sem við ókum um á litlum blálituðum bíl á sveitavegi í Mexíkó, líklega búin að villast þrátt fyrir stoltan svip bílstjórans.
Hálf-dreymdi þetta um helgina þegar ég datt niður veikur eftir spennufall að hafa frumsýnt á föstudagskvöldið. Búið að vera mikið álag, og ómetanlegt að hafa átt góða að við kynningu á myndinni.
Fengum ágætis dóma hér og þar -
* * * * Sigurjón M. Egilsson - Mannlíf
,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..."
* * * Sæbjörn Valdimarsson - Morgunblaðið
,,Island hat nette Berge"
Superschon - Helmut Flaugel, Der Spiegel
,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana."
* * * Páll Baldvin Baldvinsson - Fréttablaðið
,,Jeg har aldri vært etter Island"
Absolut! - Petter Norstrand, Aftenposten
,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimpilinn á."
* * * 1/2 - Stefán Birgir Stefánsson - SBS.is
,,I haven't seen the film, but I'm sure it was nice"
Two thumbs up - Marc Wilkins, NY Post
,,Skemmti mér konunglega á myndinni"
* * * - Ásgeir Jónsson - DV
Annars er ég að skríða saman, fór í sund í dag og er byrjaður í bókhaldinu sem hefur setið á hakanum, þarf að eiga fyrir ferðinni til Mexíkó.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:18 | Facebook
Athugasemdir
Sá þig á labbi í Austurstræti um daginn og var næstum rokin til að heilsa þér með virktum þegar ég mundi að við þekkjumst nú kannski ekkert mikið..eiginlega ekki neitt..hehe. Fylgist nú vel með blogginu þínu og þvi sem þú ert að gera..og megi þér bara halda áfram að ganga vel Poppoli minn. Hvíldu þig vel og farðu svo til Mexíco...það verða til aurar einhversstaðar. Það er ekki eins og þú hafir látið þá stoppa þig hingað til.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 09:04
Grande grande ;)
L (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:49
Til hamingju með myndina.
já og ungfru Kúpa er auðvitað gullfalleg.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2008 kl. 10:52
Kúba hummm
Takk fyrir síðast vinur
Ómar Ingi, 2.4.2008 kl. 21:03
Anna, það hefði verið betra ef þú værir ekki að tala um smábílinn minn, gætir alveg hafa sagt að ég hafi verið á benz eða eitthvað. :) Og Katrín, bara heilsa :)
Ljúfar, snjóli
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 4.4.2008 kl. 02:05
Til hamingju með "Stóra planið", Sópranos þættirnir voru mitt uppáhalds, svo mér fannst gaman að heyra að þú hefðir landað þessum stórleikara til litla Íslands.
Þekki þig aðeins af afspurn (Elín dóttir mín þekkti þig í Róm)en hef fylgst með dagnaði þínum.
Gangi þér vel.
Gunnlaug Ólafs. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.