31.10.2008 | 04:54
Fegurstu hljómar
Er að fara út til New York og LA á smá rúnt. Verður gaman að komast aðeins úr snjónum í stuttbuxur og á ströndina í LA. Ætla í sjósund eins og margir hér heima eru að reyna drepa sig með. Sjósund í LA er hollara er líklegra til að halda lífi.
Mun hitta eitthvað af liði þarna og fylgjast með Stóra Planinu fara á sínu fyrstu kvikmyndhátíð á AFI Film Festival á kvikmyndaborginni. Fyrirtæki vill endurgera myndina á bandarískri grund. Því er tekið með hæfilegum fyrirvara. Það verður mikið blaðrað, drukkið te á við capuccino og reynt að sitja í rónni og njóta sólarinnar.
-
Finnst fátt skemmtilegra en að hitta fólk og tala um ekki neitt. Þó umræðuefnin sé með ýmsum stærfræði formerkjum er það sjaldnast það sem maður er að tala um. Það virðast vera ávallt að aðalsamskiptin fari fram í einhverju öðru formi, ósýnileg. Síðast kom Ásgrímur Sverrisson í heimsókn á hjólinu sínu, þykir vænt um Ása, hann skammar mig alltaf kurtleislega og er ávallt hæfilega ánægður og óánægður með mín störf, samt á bakvið erum við ekkert að tala um kvikmyndaverk, heldur skiptast á einhverju ósýnilegu í hversdeginum.
Hitti svo Ara Alexander um daginn, þar kepptumst við í yfirborðs-þunglyndi en meintum ekkert með því.
-
Þarf svo ofsalega að finna diskinn sem kór Frímúrarareglunnar gaf út fyrir um tíu árum að mig minnir. Þar eru fegurstu hljómar jarðarinnar. Ekki hægt að finna þetta í búðum.
-
Fallegur dagur og merkilegur af mörgum ástæðum og þá aðallega einni. :)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk Tommi minn, fór í dag og keypti diskana í höfuðstöðvunum.
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 31.10.2008 kl. 18:41
ÖFUND
Ómar Ingi, 31.10.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.