8.11.2008 | 02:38
Marlyn
Einhversstaðar í LA. Hátíð fyrir Stóra Planið.
Ferðafélagi Stefan Schaefer. Mikið af ótrúlega góðum bröndurum sem of fáir heyra.
Mikið af fundum, mikið af peningum hérna. Mikið af framtíðardraumum sem deyja. Viðreynsla við það að fá húsið með sundlauginni sem verður bara notuð einu sinni.
Hitti Irving, hann er smámæltur, ætlar að gera mynd um hversu mikið hann varð fyrir einelti í skóla. Talar um hversu mikið hann þarf ekki að heilsa fallegum stelpum, því annars koma þær ekki til hans. Má ekki segja að þær séu fallegar, virkar ekki að hans mati. Brjóstumkennanlegur drengur sem lífið hefur klofsparkað aðeins of oft.
Gloria, kynnti okkur fyrir slatta af liði hjá risafyrirtæki, mikið af ást, á LA mælikvarða. Endurgerð á Stóra Planinu, mikið talað og malað. Var á Íslandi, fín stúlka.
Vaknað í morgunleikfimi í herberginu. 25 stig. Fundir. Kvikmyndahátíðir eru góðar fyrir sálina, ekki einn að stræva heldur allir. Afslöppun, gegnumsýn á tilgangsleysið í tilganginum.
Santa Monica, ströndin og parísarhjólið. Ofaní, frískandi.
Á Roosevelt hótelinu þar sem Marlyn var.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:39 | Facebook
Athugasemdir
Jæja hvernig gengur á AFM kall :)
Muna að skrifa niður brandarana hans Stefan Schaefer og setja þá hér inn.
Við þurfum á húmor að halda á klakanum
Ómar Ingi, 8.11.2008 kl. 12:07
hey ég sveif með í textanum, gott þú hefur það flott.
kv from da hood!
Pjétur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.