Leita í fréttum mbl.is

la la land

coffeboyHér í Santa Monica, LA er lífið óhemju einfalt. Mér líður eins og að vera fastur í draumi, þar sem allt er óhemju fallegt en það er eitthvað stórkostlegt að. Hér eru allir á hjólabrettum eða skautum, eins og á stórum flugvelli fljóta áfram. Það er samt eitthvað að, kem samt ekki alveg puttanum á það.

Leigði mér litla íbúð hérna, sem er þó á tveim litlum hæðum, vissi ekki alveg hvert ég átti að fara næst. Búin að vera hérna núna í um það bil mánuð og held að það sé komið nóg í bili. Fullt af fínu fólki sem ég hef kynnst og hitti reglulega, umboðsmenn, kvikmyndalið, kunningjar af kvikmyndahátíðinni sem ég var á.

Stúlkan sem á íbúðina sem ég er í, fór til San Francisco á hugleiðslunámskeið, og hún á trúlega besta rúm í heimi. Ég sef eins og rostungur í því, úthvílist algerlega, kannski af því að ég er vanur að sofa á dínu á flestum stöðum. Hef alltaf verið hrifin af því hversu mikið pláss sparast við að sofa á dínu og henda henni upp eftir svefn. Nýt mín eins og prinsessa í þessu fyrirbrigði.

Ég veit ekki alveg hvert ég á að fara. Verð samt að fara héðan fyrir miðvikudag, annars bilast ég. Dagarnir fara yfirleitt í að rölta niður á strönd og detta í öldurnar, fara í ræktina og svo í bíó. Þessi rútina er orðin þreytt.

Ég gæti hugsað mér að fara til Filippseyja og hitta vinina þar, eða til New York og dúllast þar. Það skiptir kannski litlu máli, ég skrifa yfirleitt hvar sem ég er, en verð að draga einhverja andgift úr umhverfi, hér er hún á núlli.

Svo hefur mig dreymt um Grikkland síðustu daga, þarf af einhverri ástæðu að fara þangað fljótlega. Það er söngfugl þar sem ég þarf að hitta og sjá hvort ég geti gert mynd um tónlistina hennar. Mér finnst afar þægilegt í seinni tíð að þurfa ekki að taka ákvarðanir, að fara bara þangað sem eitthvað í mér segir. Oftast kemur tómt gott bull út úr því sem er þó merkilegra en þegar reiknaður hugi þykist vita meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já NEW YORK er málið ekki LA

Ómar Ingi, 18.7.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband