Leita í fréttum mbl.is

Makati City, Manila

oli_manilaFór til Manila í nótt. Ferðin tók 16 tíma frá LA, yfir kyrrahafið. Það voru 400 manns í flugvélinni, heilt íslenskt þorp svo að segja. Eftir 10 tíma flug var stoppað á pínkulítilli eyju í kyrrahafinu og tekið bensín. Eyjan heitir Guam og er eitthvað sem bandaríkjamenn yfirtóku í seinni heimstyrjöldinni eftir að Japanir höfðu tekið hana.

Magellan kom við á eyjunni árið 1521 á hringferð um heiminn, og var drepinn sama ár þegar hann fann Filippseyjar. Þá ákvað hann að fara í stríð við infædda og maður að nafni Lapu Lapu, mikill stríðshöfðingi hér, kálaði honum. Magellan hafði gert honum tilboð um að hann ætti gera fólk sitt kristið og taka skírn, það tókst ekki.

Á eyjunni sátum við í myrkri og fengum bensín og svo aftur af stað. Er núna staddur í miðborg Manila. Og í hreinskilni sagt þá er stemmningin fyrir verslunarmannahelginni með daufara móti hér á bæ. Enginn í stuði, enginn Bubbi bara ekkert.

Verð hérna í viku að dúlla mér með framleiðsluteyminu úr Queen Raquela, ásamt því að hitta dreifingaraðila fyrir myndina hérna. Þeir eru miklar teprur, vilja helst banna verkið til sýninga vegna viðfangsefnisins, stelpustráka. Fussumsvei, mun rasskella þá, því myndin er jú tekin að mestu hér.

Til skemmtunar má hér sjá skipsdagbók Magellan, væntanlega ritað af aðstoðarmanni, þegar lið Lapu Lapu drap hann:
magellanWhen morning came, forty-nine of us leaped into the water up to our thighs, and walked through water for more than two cross-bow flights before we could reach the shore. The boats could not approach nearer because of certain rocks in the water. The other eleven men remained behind to guard the boats. When we reached land, [the natives] had formed in three divisions to the number of more than one thousand five hundred people. When they saw us, they charged down upon us with exceeding loud cries... The musketeers and crossbow-men shot from a distance for about a half-hour, but uselessly... Recognizing the captain, so many turned upon him that they knocked his helmet off his head twice... A native hurled a bamboo spear into the captain's face, but the latter immediately killed him with his lance, which he left in the native's body. Then, trying to lay hand on sword, he could draw it out but halfway, because he had been wounded in the arm with a bamboo spear. When the natives saw that, they all hurled themselves upon him. One of them wounded him on the left leg with a large cutlass, which resembles a scimitar, only being larger. That caused the captain to fall face downward, when immediately they rushed upon him with iron and bamboo spears and with their cutlasses, until they killed our mirror, our light, our comfort, and our true guide. When they wounded him, he turned back many times to see whether we were all in the boats. Thereupon, beholding him dead, we, wounded, retreated, as best we could, to the boats, which were already pulling off.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Flott klósett

Hafðu það gott Óli minn

Ómar Ingi, 2.8.2008 kl. 14:12

2 identicon

Sæll Óli minn.. fylgist með þér hér. Reyndu nú að sjúga það sem þú getur út úr lífinu, þú átt það skilið. Sakna þín samt úr boltanum.

 Siggi Bro

Sigurður Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband