Leita í fréttum mbl.is

Klám

Klámráðstefnan hérna upplýsir vel á hvaða þroskastigi við erum. Á meðan samfélagið okkar þjáist af einstaklingshyggju, "ég um mig frá mér til mín", alltof langa vinnuviku, alltof hátt verðlag, svo mikið að við eigum í mesta basli við að lifa lífinu - hér snýst málið meira um að "lifa af". Þá keppast allir við að benda á þessar mannhræður sem koma hérna til að spjalla um klám og leika sér. Þetta er ekkert merkilegra en þegar piltar eða stúlkur fara til útlanda að "leika sér".

Feministar, biskupinn og bara allir í pólitíska rétttrúnaðar klámbransanum keppast um að segja hvað klám sé vont. Þetta er álíka barnalegt og að segja að stríð sé vont. Það vita það allir.

Byrja á því að ryksuga heima hjá sér, þá kannski getum við farið að hjálpa nágrannanum.

Kvennabrekka í Dalasýslu

Ingibjörg Sigurðardóttir heimsækir prestsetrið á Kvennabrekku í Dalasýslu. Hún rifjar upp þegar hún kom þangað fyrst með eiginmanni sínum, Eggerti Ólafssyni árið 1952.


Lífið er prump

Ég hef oft líkt hverri sál sem afturenda - þegar við höldum að við séum eitthvað þá erum við að prumpa. Eins unggæðingslega og þetta kann að hljóma þá finnst mér margt til í þessu. Einhvernveginn, þegar við blindumst af eigin egói þá er okkur hrint pínulítið svo við lærum þá einföldu lexíu að við erum fyrir sjálfum okkur á framþróunarbrautinni.

Ég var að hugsa eitthvað á þessa leið þegar ég skaut rammana hér að neðan ásamt góðu fólki í Bangkok :

 


Stríðsöxin grafin

daguroliÞað hafa eflaust einhverjir misst af þessu - en fyrir þá sem ekki vita höfum ég og Dagur Kári leikstjóri loksins náð sáttum. Margir efuðust um að það myndi nokkurn tíma takast. Sérstaklega miðað við það sem gekk á '98 á milli okkar, eins og frægt er orðið. Fyrir þá sem ekki trúa þessu, þá er hægt að lesa sáttatal okkar hér.

Ég er í Ástralíu, að ég held

Margar kenningar hafa verið uppi um margvíðan raunveruleika. Ég upplifði einn slíkan um daginn, þegar það hafði samband við mig maður að nafni Ólafur Jóhannesson.

Kemur í ljós að þessi alnafni minn er búsettur í Ástralíu og var að biðja mig um eintak af "Act Normal" fyrir kvikmyndaklúbbinn sem hann rekur þarna á hinum enda jarðarinnar.

Ég sendi fagurnafnanum mynd og góðar kveðjur með. Þá minntist hann á að hann hafði alltaf ætla að feta kvikmyndastíginn. Af einhverjum örsökum varð það ekki.

Mér er því spurn hvort ég sé sjálfur í Ástralíu að reka kvikmyndklúbb, að hafa samband við nafna minn á Íslandi.

?

Hamingjusamur afturendi

Minni sjálfan mig reglulega á að lífið er 98% hversdagur og því mikilvægt að halda sér sæmilega sáttum við eigin afturenda. Allt hjal um hvort maður sé hamingjusamur kemur málinu alls ekkert við, þetta breytist allt á hverri sekúndu.

Þessvegna kemur mér á óvart hversu hissa fólk er þegar maður skiptir um skoðun á einhverju, það er eðlilegur gangur en ekki hitt. Ekki satt?

Skemmtilegt

Bendi ykkur á frábært blogg - dúndur frásögn. Athugið að lesa bæði fyrri og seinni hluta hér.

Afhommun

Get alveg skilið þessa umræðu um afhommun, eða aflesbíun, enda er þetta mikil synd í augum þeirra sem hafa skrifað áhugaverður dæmisögur fyrir það sem við köllum trúarritningar.

Segi við þessu, hvernig getur Guð verið Guð ef hann skilur ekki allt sem undir sólu svífur. Hvurnig í ósköpunum dettur einhverjum okkar að setjast í dómarasæti yfir svona löguðu.

Hinsvegar eru svona skoðanir fylgifiskar lífsins, við erum öll á misjöfnum stað í ævihring lífstrésins og auðvitað ber maður virðingu fyrir því. Samt leiðinlegt þegar frekja, þröngsýni og þrýstingur virðast vera sterkari áróðursöfl heldur en hið mjúka í nútímasamfélagi.

Málefni hjartans eru ekki reikningsdæmi eða rökræður - eins og afhommunar umræðan hefur leiðst út í.

Verum góð við hvert annað. Bannað að meiða.
Amen.

Luuuuuuv


Æ, veit ekki með ykkur. Er hálf dofinn þessa dagana. Er að undirbúa kvikmynd og að klára aðra. Fer mestur tími í það. Er með gott fólk mér við hlið í þessu, svo á kvöldin dúlla ég mér við hitt og þetta sem þarf að gera. Svo fer ég að sofa. Á daginn fer ég í leikfimi, reyni að borða sæmilega hollt og vera góður við sjálfan mig.

Þetta er einhvern veginn allt á "repeat" þó auðvitað merki maður misjafnar sveiflur hér og hvar.

Hef ávallt helgað mínu lífi kvikmyndafjallinu, að klífa það, og er ekkert sérstaklega reyndur í öðrum hólum. Einnig hefur þetta hjálpað mikið til að takast á við hinar ýmsu hindranir (þroska-áskoranir) að geta speglað sig i þessari sköpunarvinnu.

Við þetta er ég sáttur. Og hef unnið stíft að því að einfalda líf mitt mikið, vera ekki að daðra við stúlkur þegar ég veit á endanum munu þær mæta afgangi, þar sem væntingar og þrár liggja á filmupólnum. Alltaf fundist þetta hálf-afbrigðilegt, að vera ekki eins og hinir, að vera í sambandi, eiga börn o.s. frv..

Held að bæði sé fínt, hver og einn má velja sína leið utan þess sem er fyrirfram ákveðið.

Held að á endanum séum við hér til að læra um okkur sjálf, þar með um aðra og þessvegna um lífið. Því hefur mér alltaf fundist ég vera álfur út úr hól með þessi sambandsmál. Eins og ég sé gestur á einhverri plánetu þar sem einhverjum bananaforestanum datt í hug að það væri góð hugmynd að láta karl og konu búa saman.

Vil að næsta pláneta sem ég heimsæki verði með fjarbúðarfyrirkomulagi, þar sem einstaklingar geti unnið eftir sínum sálarþrám, en samt saman að ákveðnum málum.

Þegar ég tek við forsætisráðuneytinu mun ég líklega banna með lögum sambúð karla og kvenna. Skil ekki hvernig þið gerið þetta.

Þetta getur ekki verið hollt. :)
Knús, Óli J.

Colorado

Í vikunni verður myndin okkar Act Normal frumsýnd á einhverri hátíð í Bandaríkjunum í Colorado, komst ekki frá, þrátt fyrir gott boð. Það verður áhugavert að heyra viðbrögðin þaðan. Hvernig þetta fer í kanann.

Hér er smá brot úr myndinni:

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband