11.2.2007 | 14:50
Anna Nicole Smith Faktorinn
![0000001773_DSC_2934[fullscreen] 0000001773_DSC_2934[fullscreen]](/tn/250/users/14/poppoli/img/0000001773_dsc_2934_fullscreen.jpg)
Lífið virðist snúast um peninga og kynlíf. Eins grunnt og það kann að hljóma, þá er það þetta tvennt sem virðist virka best á neytendur frétta og hluta. Við erum bara ekki komin lengra.
Eða hvað - ég held að við séum mun þroskaðri en þetta - hinsvegar eru það þessar áherlsur (peningar og kynlíf) sem prumpað er framan í mann á degi hverjum af fjölmiðlum - þannig eru þessar áherslur endurstyrktar í hug okkar aftur og aftur.
Við erum gangandi ævintýraheimar af mögulegum upplifunum - þessvegna er þetta pirrandi, þessar "tippa og píku" og "hvað á þessi mikið dót" fréttir/áherslur sem voru fullkomlega gild í grunnskóla - þegar maður var að uppgöta fyrirbrigðin.
Útlitið á okkur er bara formið sem við fengum fyrir viðkomandi lífsferil, til að takast á við okkar verkefni. Þessvegna er frekar heterosexual ("square") þegar einhverjar manntuskur og leysur eru að segja okkur hvað sé fallegt, fréttnæmt o.s. frv..
Kjánalegir flokkadrættir og skilgreiningar sem koma okkar eigin lífi ekkert við. Hverjum er ekki sama þó þessi eða hinn geri þetta - þegar verkefnið er klárlega að reyna að skilja sjálfan sig, vera næs við annað fólk og bera virðingu fyrir öllu klabbinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2007 | 12:09
Morðgáta og barnaskóli sprengdur upp

Næst hitti ég erkióvin minn Masutro, japanskur glæpameistari, hann hafði sett nokkrar sprengur í barnaskóla og ég þurfti að stöðva hann með litlum fyrirvara. Tókst það ekki, því það var erfitt að fá liðið í vinnu til að rannsaka verustað sprengjanna. Rétt eftir að allt sprakk í loft upp, kom Masutro aftur til mín og var aftur búin að setja sprengur í skólann og manaði mig í slag á nýjan leik. Aftur var skólinn sprengdur og svona gekk þetta nokkrum sinnum.
Dreymdi þessar tvær sögur í nótt. Er kannski aðeins farin að hugsa of mikið í kvikmyndatungumáli. Hvað með að taka sér frí á næstunni ... hmmm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 19:29
Fegurð
Þær eru fáar mannhræðurnar sem hafa náð að setja bárur í drullupoll tilverunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2007 | 19:21
Leiðindi II
ýmsir hafa kvartað yfir því að hafa ekki séð videóið hér f. neðan, hér er einnig hægt að nálgast það:
http://www.poppoli.com/olafshowr.mov
Bloggar | Breytt 18.2.2007 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 17:07
Leiðindi
Áhugavert hvað maður er sífellt spurður hvort maður sér að gera eitthvað spennandi. Eins og leiðindi séu ekki áhugaverðari. Fólk hefur miklar áhyggjur ef líf þeirra er ekki nægilega spennandi, heldur að það sé misheppnað ef það er ekki ávallt ástfangið, í teygjustökkvum, skíðaferðum o.s. frv..
Einnig er áhugavert að sjá takmarkað þol foreldra gagnvart því hvort börnum leiðist. Það eru keyptir dvd spilarar og ég-veit-ekki-hvað svo þeim leiðist ekki.
Á seinni árum (er að verða áttræður) hefur mér þótt gildi leiðinda mjög mikilvægt, þarna er maður best meðvitaður um sjálfan sig. Að fara í ræktina, hugleiða, vinna einhæf störf ... allt hjálpar manni að gera sér grein fyrir skorti á fókus.
Ef maður er ekki þakklátur fyrir hvern þann hundskít sem reiddur er af englahöndum út í lífið þá væri maður stopp. Maður reynir að skerpa augun og sjá fegurðina með hjálp leiðinda.
Legg hér lítið myndband með sem ég gerði einhverntíma i leiðindum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2007 | 23:31
Tónlistarmyndband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2007 | 19:54
Klaufaskapur
Það er svo mikið malað og talað í kringum mann allann daginn. Allstaðar. Vandfundnar friðarholunar yfir endalausum skoðanaskiptum fólks. Netið er alger hryllingur í þessu. Sem og þessi skrift, sem eru skoðun í sjálfu sér. Reyni sífellt að minna mig á að pólitík, dagleg mál, umræðuefni hverju sinni og annað. Allt hefur þetta sáralítið gildi í heildinni, fátt af þessu ratar á minningarborðið á kveðjustund. Er ekki að gera lítið úr þessum málum og það þarf einhver að hlúa að þeim - slepp ekkert við það frekar en aðrir.
Hef ávallt verið þakklátur fyrir þá gjöf að vera barnalegur, leggja áherslu á einfaldleika (sem hefur skapað miklar flækjur), vera kjánalegur, með fíflalæti og fullkomlega neitað að þroskast upp úr því. Alvarleiki ber fleiri púka en verðlaun. Þegar faðir minn kvaddi þennan heim af sjálfsdáðum, þá voru bestu minningarnar þegar menn voru ekki að "halda front" heldur þegar sleppt var af beislinu og maður sá barnið í pabba.
Með þetta viðhorf er fólk sífellt að minna mig á að vera fullorðinn, alvarlegri og að ég eigi að þroskast. Kærustur, vinir, kunningjar og aðrir hafa þráfellt lagt þessa bón á borðið. Svarið hefur ávallt verið hvernig get ég verið ég ef ég er ekki ég? Því hefur mörgum fallegum samböndum verið fórnað á kostnað frelsisins (eða af því að undirritaður neita að brjóta niður hegðunarmúra, er ekki viss).
Samt hefur þetta verið í góðu lagi. Mér líður afar vel einum og með sjálfum mér og prýðilega með öðrum. Væri samt alveg til í að vera eðlilegur. En svo fattar maður að allir eru svona á sinn hátt og þurfa uppeldisins og samfélagsins vegna að halda nefndum front út í lífið.
Hver er það sem bað um þennan front? Skapara-apparatið? Nei, líklega hræðsla samfélagsins við mistök. Margir fatta ekki að árangur í lífinu, að innan sem utan veltur á hugrekki þínu til að líta út eins og fífl. Fullkomnunarárátta getur verið hræðsla við þessi mistök. En hvað ef maður gerir sig að fíflí í einhverju? Hvað gerist. Deyr maður? Líta aðrir niður á mann. Hverjum er ekki nokk sama. Maður er í þessu lífi, maður á ekki sjálfan sig einu sinni, maður er bara einhver andi í líkama að klaufast áfram - og það er akkúrat málið. Við eigum að vera klaufar, það er hin rétta mynd af okkur.
Þessvegna er fyndið þegar allir eru að benda á hinn, að þessi og þessi séu klaufar. Stjórnmál - Ingibjörg Sólrún er klaufi, hún getur ekki þetta og hitt. Þetta er bara sandkassaleikur, þar sem litlu aparnir eru að híja á einhvern. Ættum við ekki að hætta að híja og reyna að skilja, að svona eigi þetta að vera. Ef einhver gerir mistök, hættið að skamma. Dýrðin fellst í klaufaskapnum.
Ætla að fara hlusta á tónlist, skrifa. Hafa það náðugt. Sendi hlýjar út í geim.
Set nokkrar minningarmínútur um pabba hér að neðan, lifið heil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2007 | 02:40
Upplestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 21:15
Stóra Planið
Er að undirbúa næstu mynd. Í augnablikinu erum við að klippa "Queen Raquela", það er prúður piltur að nafni Dagur Kári sem deilir snilli sinni í gegnum klippiborðið á þeim vígstöðvum. Í dag hef ég verið að snurfusa stutta samantekt fyrir næsta verk - gamanmynd sem kallast "Stóra Planið". Læt efnistökin fylgja hér að neðan. Sendi ljúfar út í lifið úr fílabeinsturninum á Vesturgötu.
...
Stóra Planið
Næstum því Kung-Fu mynd
Þegar Davíð var lítill drengur missti hann litla bróður sinn í slysi. Síðan þá hefur hann öðlast sáluhjálp í kínversku sölumyndbandi sem kallast The Higher Force eða Stóra Planið eins og Davíð kýs að kalla það. Þó flestir myndu afgreiða boðskap myndbandsins sem fimmaura-heimspeki þá veit Davíð betur.
Enn þann dag í dag gagnast þessi speki honum vel. Þrátt fyrir að Davíð sé í vafasömum félagsskap í handrukkaragengi þá er hann fullviss um að stærra lífshlutverk bíði hans með hjálp Stóra Plansins.
Davíð (Pétur Jóhann Sigfússon) kynnist einmana grunnskólakennara Haraldi (Eggert Þorleifsson) sem skynjar þörf unga mannsins fyrir leiðsögn í lífinu og tekur hann upp á sína arma. Þegar Davíð trúir Haraldi fyrir því að hann sé meðlimur í glæpagengi umturnast Haraldur sjálfur í glæpakóng. Haraldur segist allt í einu fá sendingar að utan með leynilegum varningi, eiga fullt af íbúðum og vera með marga grunsamlega menn í vinnu.
Í handrukkargenginu er alltaf verið að gera lítið úr Davíð fyrir kveifskap. Það breytist þegar Davíð segist þekkja Harald hinn mikla glæpakóng. Við þetta verður Davíð aðalnúmerið, maðurinn sem leggur líf sitt og limi í hættu til að njósna um hinn hættulega grunnskólakennara.
Davíð er fullviss að hin góða staða hans í dag sé Stóra Planinu að þakka og nýtur hverrar mínútu sem aðalmaðurinn í genginu. Smám saman koma brestir í hina nýju heimsmynd Davíðs, Haraldur verður æ skrítnari í hegðun auk þess sem foringi handrukkaragengisins krefst þess að Davíð láti til skarar skríða gegn grunnskólakennaranum ekki seinna en strax.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2007 | 00:41
Fréttatími - leikþáttur
Hér verður fluttur leikþátturinn "Fréttatími".
(fréttastef, spennandi, myndir af ýmsum stórviðburðum liðinna tíma)
Myndver opnast, þar sitja herra þulur og ungfrú þula.
1) Þulur: "Gott kvöld, nú verða sagðar fréttir"
Þula: "Maður á fertugsaldri framdi sjálfsmorð í gær eftir að hafa ekki ráðið við eigin tilfinningar. Lögreglan í Reykjavík telur að maðurinn hafi fyllst tímabundu vonleysi og því tekið til þessara ráða. Fjölskyldan mannsins sýnir ástandinu skilning enda hafi hann verið þunglyndur lengi. Auðvitað sé leitt að hann sé farinn og þau muni sakna hans, en þar sem dauðinn sé daglegur gestur á móður jörð er óþarfi að gera of mikla dramatík úr málinu þó vissulega taki þetta á.
2) Þula: "Gunnar Sigurðsson myndlistamaður opnaði nýja sýningu í dag á Hallormsstíg"
Klippt úr myndveri:
Gunnar: "Jú, þetta hafa verið mikil átök að berja þessar myndir saman og gaman þegar fólk hefur áhuga á því sem ég er að gera, en auðvitað er ég ekkert merkilegri en annað lið í þessu, því allt er jú list og ekki list. Það ákveður það enginn fyrir mann (brosir hlýlega).
3) Þulur: "Sigrún Óskarsdóttir er sextíu ára í dag, hún hefur nýlega tekið að sér hvolpa sem koma skemmtilega á óvart."
Klippt úr myndveri:
Sigrún: "Ég veit ekkert af hverju þeir gera þetta, ég kom bara inn einn daginn og þá voru þeir að þessu."
Þulur: (yfir mynd) Hvolparnir Tumi og Trítla hafa að undanförnu tekið upp á því að taka til í íbúð Sigrúnar á meðan hún fer út. Sigrún segist ekkert hafa þjálfað hvuttana. Nánar verður fjallað um málið í Kastljósi hér á eftir.
4) Þula: "Nú er komið að þögninni, að venju þegjum við með ykkur í fimm mínútur til að minnast þess að við erum hér til að njóta lífsins, hins góða og slæma, ekki til að streða og hafa of mikið af áhyggjum af hlutum sem skipta engu máli.
(þögn í fimm mínútur)
5) Þulur: "Þorsteinn Bergill Unnarsson, þrettán ára nemandi Grunnlaugsstaðaskóla segist vera hommi, honum var vel fagnað af skólafélögunum í dag fyrir að horfast í augu við sjálfan sig svona snemma. Alls eru þá 14 hommar og 17 lesbíur í skólanum af 300 nemendum. Magnús Ari Ásgeirsson skólastjóri er ánægður hve vel hefur gengið að koma krökkunum í skilningum um hve eðlilegt fyrirbrigði þetta sé.
6) Þulur: "Mikið var röflað á alþingi í dag, þeir sem hafa áhuga á málinu geta kynnt sér það á textavarpinu"
7) Þula: "Við þökkum fyrir okkur og í lokin ætlum við að kíkja á myndir þar sem einhverjir peningbjánar sem hafa arðrænt okkur íslendinga gengu frá kaupum á einhverju rugli sem okkur kemur ekki í baun í bala við."
(lokatexti rúllar yfir myndir af einhverjum mönnum í jakkafötum á skrifstofu að skrifa undir eitthvað skjal - skrítið og skemmtileg lagt er undir)
Fluttur var leikþátturinn "Fréttatími"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)