Færsluflokkur: Menning og listir
25.4.2008 | 18:27
Við Álftagerði
Núna er diskurinn og bókin á borðinu hjá mér. Ég er enginn sérstakur aðdáandi eða neitt slíkt. Samt er þetta eitthvað sem ég varð að kaupa.
Svo er ég að fara til Grikklands og Indónesíu. Ekki viss afhverju. Hef bara komist að því að ég fæ að vita voða lítið. Þætti betra að fá að vita ýmislegt fyrirfram.
-----------------
Rak augun í eitthvað biblíu-rit, þar sem segir að þróununarkenningin sé áætlun santans til að tortíma guði. Fannst rétt að minna á þetta.
-----------------
Myndskýrslan, búin að horfa á Michael Clayton og No country for zee old men - þrælflott.
Horfði á trailerana af Hostel myndunum, ferlega óáhugavert.
-----------------
Einhver fréttakona á stöð 2 var að segja upp, út af einhverri ætlaðri lygi, fólk babblar um að fréttastofa þurfi að hafa trúverðugleika og trausta fréttamenn. Líf mitt byggist að mestu á sjálfslygi, geri ráð fyrir að því sé þannig háttað á flestum bæjum.
Lætin í þessum bílaköllum eru ágæt, merki um að það sé púls meðal íbúa landsins, skil ekki hvernig þeir finna tíma í þetta, maður þarf að hafa sig allan við til að eiga fyrir afborgunum á hinu og þessu.
-----------------
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk,
en blettinn sinn prýddi hún vel.
(úr Liljan, flutningur Álftagerðisbræður, höfundur lags og ljóðs óþekktur).
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 17:32
Alvöru kvikmyndalið
Það eru til plast kvikmyndagerðarmenn, og svo alvöru lið. Hann Ómar del Fuentes benti mér á þennan, þegar við vorum í tökum í Nova Scotia í síðustu viku:
2.4.2008 | 01:09
Filmað með ungfrú Kúba 2001
Ég og ungfrú Kúba 2001 vorum að mynda í Mexíkó um helgina. Var mjög gaman, hlýtt og yndælt. Sérstaklega kom það mér á óvart hversu góða ensku hún talaði og var ekkert hrokafull (hafði heyrt misjafnar sögur). Vorum að kvikmynda auglýsingu, man ekki hvað nákvæmlega, það var einhver mjólkurvara. Ég sagði henni í trúnaði að ég hefði ekkert á móti brúnhærðu kvenfólki, það hefði ekki verið rétt haft eftir mér í viðtalinu.
Ungfrú Kúba 2001 hefur mátt muna fífil sinn fegurri, eftir að hún vann er eins og óhamingjunni hafði orðið allt að vopni á lífsleiðinni. Hvað um það, við vorum orðin sein, þar sem við ókum um á litlum blálituðum bíl á sveitavegi í Mexíkó, líklega búin að villast þrátt fyrir stoltan svip bílstjórans.
Hálf-dreymdi þetta um helgina þegar ég datt niður veikur eftir spennufall að hafa frumsýnt á föstudagskvöldið. Búið að vera mikið álag, og ómetanlegt að hafa átt góða að við kynningu á myndinni.
Fengum ágætis dóma hér og þar -
* * * * Sigurjón M. Egilsson - Mannlíf
,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..."
* * * Sæbjörn Valdimarsson - Morgunblaðið
,,Island hat nette Berge"
Superschon - Helmut Flaugel, Der Spiegel
,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana."
* * * Páll Baldvin Baldvinsson - Fréttablaðið
,,Jeg har aldri vært etter Island"
Absolut! - Petter Norstrand, Aftenposten
,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimpilinn á."
* * * 1/2 - Stefán Birgir Stefánsson - SBS.is
,,I haven't seen the film, but I'm sure it was nice"
Two thumbs up - Marc Wilkins, NY Post
,,Skemmti mér konunglega á myndinni"
* * * - Ásgeir Jónsson - DV
Annars er ég að skríða saman, fór í sund í dag og er byrjaður í bókhaldinu sem hefur setið á hakanum, þarf að eiga fyrir ferðinni til Mexíkó.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2008 | 23:32
Premiere viðtal
22.3.2008 | 14:32
Stóra Planið - tónlist
Búin að henda saman tónlist úr Stóra Planinu. Þetta er samansafn af listamönnum héðan og þaðan. Pavel E Smid leiðir liðið. Einnig eru lög þarna eftir Karl Henry (sem var með lokalagið í Queen Raquela) og Erpur og Lúlli úr Blazroca með El Plan Grande. Einnig er einhver Bollywood tónlist í myndinni, hinn gamalkunni Tino Rossi er með eitt og bandrískur plötusnúður "Opgave" sem við fundum á Myspace er með tvö.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 22:49
Stóra Planið heimasíða
18.3.2008 | 22:14
Pop does indeed matter
Gagnrýni frá SXSW hátíðinni í Texas þar sem Queen Raquela var frumsýnd í USA. Kom fram á síðunni PoPmatters, síða sem apperently er skoðuð af meira en 1.200.000 manns mánaðarlega og um 100.000 manns heimsækja á dag og við erum á forsíðunni hjá þeim. Ljúft.
SXSW 2008 March 18, 2008
By Kevin John The Amazing Truth About Queen Raquela
Directed by Olaf de Fleur Johannesson
The last thing filmdom needs is an exposé on a transsexual, especially since were still waiting for that feature-length investigation into heterosexuality. So its just as well that we never learn any amazing truth about Raquela in Olaf de Fleur Johannessons fantastic The Amazing Truth About Queen Raquela: the truth would only cheapen a subject that usually devolves into movie-of-the-week topicality. Instead, Johannesson immerses us in the texture of an everyday existence.
Essentially playing herself, Raquela (Raquela Rios) pines for a life beyond her native Philippines, where transsexuals face a bleak future. Shes fed up with the prostitute life and has moved successfully into the world of internet porn. With some money saved, she gets a temporary visa to Iceland, bringing her closer to the city of her dreams, Paris.
Given the hand-held camera and frequent interviews with characters, its easy to forget that this film is based on true events rather than an attempt to document those events. But Johannessons not after any documentary vs. fiction mind games. Hes more interested in exploring the various environments surrounding Raquela. His at times indifferent framing, whether from a peculiar distance or from around a corner, picks up a sign that reads All gays are absolutely free outside a club where Raquela hangs with her friends. Or it cannily catches the recently showered butt cheeks of Johnny, the photographer who shoots Raquela for the porn site where she makes safer money. Despite the fact that the film was constructed from a series of emails Raquela sent to Johannesson, everything is observed rather offhandedly, even a hit-and-run which leaves Raquela with a limp.
The result is a story that saunters with a matter-of-fact, dazed rhythm. Its difficult to determine, for instance, when exactly Michael (a brilliant performance by Stefan C. Schaefer), the New York owner of the porn site, moves to the center of the film. A cranky go-getter, he makes Raquelas wish come true by taking her to Paris. But he damn near ruins the experience with his constant bitching about a universe that doesnt move to his exacting specifications. With her visa expired and Michael off to find a more supplicant geisha, Raquela winds up back in the Philippines at the end of the film, future unknown.
But The Amazing Truth About Queen Raquela is far from a pity piece. Its sounds and images insinuate rather than inform. Rather than offering factoids you can brush off into the file cabinet of your mind, the film quickly starts to feel like a dream you had last night. Let it stew for a few hours and you cant help revisiting seemingly inconsequential moments. In this way, Raquelas story lives with us and not for us. A remarkable achievement.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2008 | 13:58
Ljósmyndir Stóra Planið
29.2.2008 | 23:23
Berlín
Add to My Profile | More Videos