Færsluflokkur: Menning og listir
28.2.2008 | 20:36
Hvað heldurðu að þú sért?
Blind date er hugtak sem að jafnaði er notað um stefnumót tveggja einstaklinga sem ekki þekkjast. Hugmyndin er þá að gefa tveimur manneskjum færi á að hittast til að máta sig hvora við aðra, gjarnan með nánari kynni í huga eins og það var kallað í smáauglýsingunum í gamla daga. Við slík tækifæri er rauð rós í barminum eða samanbrotið dagblað undir handarkrikanum oftar en ekki lykillinn að því að fólk beri kennsl hvort á annað. Það kemur sér upp einhverri handhægri merkingu til að þekkjast. Rétt eins og fólkið á ráðstefnunni með barmmerkið sem segir allt sem þarf; K. Holmes Secretary Human Resources Og þá vitum við það.
Erum við ekki öll alin upp til að verða merkt? Merkt, þannig að aðrir viti hvað við erum? Vorum við ekki öll spurð hins sama sem börn og unglingar, nefnilega;
Hvað ætlarðu að verða? Rétt eins og að við værum öll æskuárin að undirbúa okkur fyrir eitthvert furðufataball, - ákveða í hvaða búningi við ætluðum að mæta?
Hvað ætlar þú að verða? Eins og að það sem við vorum á unglingsárum dygði ekki til. Við yrðum að verða eitthvað annað og meira. Eða datt einhverjum í hug að hann eða hún væri nóg? Vorum við ekki vandlega vöruð við slíkum hugmyndum?
Það að ætla að mæta sem maður sjálfur á ballið eða út í lífið eins og það heitir líka, er einhverra hluta vegna ekki boðleg hugmynd og jafngildir því að verða ekki neitt.
Ætlarðu að hætta í skóla? Og verða ekki neitt?
Sá sem vill ekki verða eitthvað annað en hann sjálfur á furðufataballinu á með öðrum orðum á hættu að verða ómerktur, ómerkjanlegur, marklaus, merkingarlaus, algjört ómark. Við verðum öll að verða eitthvað. Bara eitthvað! Bara hvað sem er annað en þetta flatneskjulega ég sem enginn getur haft áhuga á til lengdar.
En hvað er þetta ég? Hvað er eitt stykki manneskja? Hvar byrjum við? Hvar sleppir okkur? Hvert er okkar áhrifasvæði? Erum við eingöngu það sem við lærum eða kunnum? Eða erum við það sem við gerum? Það sem við höldum? Vorum? Munum? Eða erum við etv. fyrst og fremst myndin af okkur? Ljósmyndin, ímyndin, portrettið? Erum við það sem aðrir sjá til okkar? Heyra um okkur? Muna? Finna? Frétta? Eða erum við kannski allt þetta og meira til? Einhvers konar samnefnari alls sem er, var og verður og orð ná ekki yfir?
Orð er ekki það sem það merkir. Orð er bara orð. Það sem það merkir, það sem það er hengt á okkur til hægðarauka, er eitthvað allt annað og meira. Hvort sem við notum sérheiti, samheiti, starfsheiti, titil, menntagráðu, tign, hlutverk eða eitthvað allt annað. Þetta, sem orðið er að reyna að merkja, er bara það sem það er. Og það er í sjálfu sér nóg. Miklu meira en nóg. Margfalt meira en orðið sem það er merkt með. Þannig ert þú. Margfalt meira en orðið sem merkir þig.
Það er í senn grátlegt og fyndið þegar barni er hótað með því að það verði ekki neitt, verði það ekki eitthvað eitt. Þessi glæfralega bábylja er hins vegar tímanna tákn; dæmigert afsprengi ofneyslusamfélags sem miðar allt við skortinn og það sem í orði kveðnu er í boði utan við manneskjuna fremur en ríkidæmið og það sem bíður óuppgötvað og óorðað innra með henni.
Því er gjarnan haldið fram að allir sem við hittum á lífsleiðinni séu á einhvern hátt endurspeglun okkar sjálfra. Það er t.d. viðtekin aðferð í meðferðarfræðum að kenna fólki að heimfæra það sem athyglin beinist að í umhverfinu upp á sitt eigið innra líf. Að við séum þannig á sífelldu óvæntu stefnumóti í þessari tilveru okkar og að lífsgæði okkar felist því öðru fremur í forvitninni um hvaðeina sem á vegi okkar verður.
Sé eitthvað til í þessu hlýtur manneskjan sem þráast við að verða eitthvað eitt á ballinu og mætir sem ekki neitt, að eiga mörg skemmtileg blind date í vændum. Ekki eingöngu við þá sem þar bíða hennar, heldur ekki síður við sjálfa sig eins og hún birtist í hverjum og einum dansfélaga, hverju stefi, hverju spori, hverri snertingu, hverju nafnspjaldi, hverju portretti, hverju orði.
Þorvaldur Þorsteinsson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 20:27
Að gleyma rótum sínum
Við íslendingar höfum gleymt því hvaðan við komum, hver við erum. Allar fréttir snúast um hver græddi hvað, hvað þessi eða hinn fær í laun, bleh blah bluh. Ég alveg búin að fá nóg af þessu. Til þess að byrja að snúa þessu við, verðum við að finna bóndann í okkur aftur. Legg hérna fram lag sem flytur mann yfir á túnin að raka hey fyrir afa og ömmu. Amen.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 20:02
Gaman
Klumbraðist um víðalla Evrópu til að aula inn peningum í þetta verk. Fékk mis-skemmtilega blöndu af litlum áhuga og óhvatningu.
Sérstaklega gaman, þegar maður hefur trúað á eitthvað og það kristallast svona.
Gaman, þó undir takmörkuðum tímabundnum mannanna formerkjum um hvað kallast gaman.
18.2.2008 | 17:58
Kvikmyndalífið
Ósköp lítið að gera nema glápa á bíómyndir. Með fætur upp á borði. Geispandi.
Var að horfa á Spiderman 3, mjög rómantísk - sérstaklega þegar Mary-Jane segir Pétri Parker að hún vilji syngja á sviði það sem eftir er ævinnar með hann á fyrsta bekk - veit ekki til þess að nokkur karlmaður hafi svo mikinn áhuga á spúsu sinni.
Svo skipar hún honum að segja að hann elski hana? Held að Pétur verði að athuga hversu meðvirkur hann sé í þessu sambandi. Og svo skil ég ekki hvernig hann getur bara legið í einhverjum rómó fíling á sama tíma og eflaust margir glæpir eru framdir.
Jámm. Hvað um það. Eh, hvað annað.
Jú myndin "The Eye" dauðlangar að sjá hana. Hún er um blinda konu sem fær auga í líffæragjöf, en svo er augað eeeevvvviiillllll - mjög spennandi. Minnir á nokkrar myndir, einhver fær nýjan bíl sem er svo eeeevvviiillll - og svo man ég að síðasta mynd John Cusack var um hótelherbergi sem var eeeevvviiiilllll. Mjög skemmtilegt.
Og jú, Final Destination 3 - hvenær ætla þeir að ákveða sig með lokastopp?
Og horfði aftur á last of the mohicans - merkilegt hvað sú mynd eldist vel. Fullkomið stykki.
12.2.2008 | 17:52
Grande
Berlino.
Ferlega fínt hérna.
Uppselt á allar sýningar á Queen Raquela - sem er c.a. 2500 manns í það hele.
Fínar umsagnir hérna.
Amk það sem komið er - hérna er eitthvað fínt á Cineuropa, sjá hér.
Og svo er eitthvað blog hérna frá þýsku transbloggi, jú, þið giskuðuð rétt frá henni Sheilu Wolf.
Svo kemur eitthvað fleira í vikunni.
Snúelrí.
8.2.2008 | 20:03
Mikið rétt
Gríðarlegt stuð hér í Berlín. Eða bara rólegt yfir.
Er lengur, Queen Raquela frumsýnd hérna á Sunnudaginn. Verður gaman að sjá hvernig fer.
Sendi ljúfar heim.
Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst með Rolling Stones | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2008 | 00:57
Fjallað um Queen Raquela á Filippseyjum
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 00:36
45 mínútur
Jæja, það er komið að því. Hvað getur maður gert á 45 mínútum. Berlínarhátíðin er búin að bjóða Stefan Schafer og Olaf de Fleur að vera "Opening guests" og að babbla í 45 mínútur á Berlinale Talent Campus. Þá loksins getur maður prumpað út lífsspeki sinni yfir 500 nýliða. Nú get ég hætt á toppnum. (Eða, við fáum að tala í 45 með fullt af öðru liði)
-
Og tökur hérna á nýja verkefninu "Ken'tuc'ee 1571" rúllar svona ágætlega. Liðið hérna galopnar augun því ég vinn bara á leikskólatíma frá 9-5, sem allir eru ferlega ánægðir með. Ég geri þetta aðallega vegna þess að ég er latur, vil bara komast heim og klippa. Var að taka í rútu í gær f. utan New York, voða gaman. Erfitt að pissa í henni. Lýk tökum hérna á morgun, skýt örugglega meira í Apríl í þetta, bæði heima og hér. Veit ekki alveg hvað ég er að gera en fínt að hafa það þannig.
-
Sofna vel þessa dagana. Dreymi í gær að væri að smala rollum við Saura heima í Búðardal, Siggi frændi var þarna, Amma, Afi og mundi. Fengum pönnukökur. Sól og hlýtt. Var gaman því þetta var minning sem ég var búin að gleyma. Gott ef Eyþór frændi var ekki þarna líka.
-
Hverfið hérna sem ég bý í er frekar óáhugavert, pólverjar og ítalir, er eins og Grafarvogurinn á slæmum degi. Samt ekki úthverfi. Fór því í gamla hverfið í fyrradag, í húddið og fékk mér samloku hjá afrísku ameríkönunum.
Jæja, þarf að fara sinna barninu.
Ljúfar, snjóli
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 03:36
Algerlega óþolandi
En nei ó nei. Hér við tökur í New York, þegar ég loksins búin að ná að þykjast almennilega að hafa meikað það, þá fæ ég þetta ennþá. Ég náði því aldrei að vera hot, sexy, alvöru listamaður sem er tekinn alvarlega.
Ég er ennþá bara krúttitúttinn hennar mömmu (þó að Benni bro sé það vissulega líka). Missti mig á setti í gær við leikkonu sem kallaði mig þetta. Þessi mynd náðist af reiða listamanninum.
19.1.2008 | 00:33
Konan sem kom og bakaði kökur og beygði sig í hnjánum
Fengum í dag óvænta heimsókn frá þekktri sjónvarps-kokka-konu. Hún er skyld einni af ljósastelpunum. Hún mætti óvænt í matarhléinu og gerði fyrir okkur kökur. Á myndinni er ég að háma í mig. Og ég tek skýrt fram að hún beygir sig í hnjánum að minni ósk, því hún er mun stærri en strumpurinn.
Fínar kökur, mamma er þó vissulega best.
Þetta rúllar.