Leita í fréttum mbl.is

Samak

thprts_658933.jpgÞað er alltaf spennandi að fara frá Bangkok. Síðast komst ég ekki þegar herinn tók völdin og skriðdrekar rúlluðu um göturnar. Svo blessaði kóngurinn valdaránið sem þýðir að allir í Tælandi verða frekar rólegir og hamingjusamir.

Nú er hinsvegar fjandinn aftur laus. Tælendingar vilja losna við bráðabirgðarstjórnina sem tók við herstjórninni í fyrra sem henti Thaksin í burtu fyrir tveim árum. Mikil mótmæli hafa farið fram undanfarnar vikur hérna niðri í bæ og það sauð uppúr í gær, einn lét lífið þegar með- og mótfylkingar mættust við þinghúsið voru m.a. að skjóta á hvor aðra.

Svo núna er herinn aftur kominn á stjá og forsætisráðherran Samak Sundaravej er búin er að lýsa yfir "State of Emergency", sem m.a. þýðir að það meiga ekki fleiri en fimm mótmæla saman í einu. Og fjölmiðlar sem hvetja til fjöldamótmæla má ritskoða.

Og í dag eru verkföll um allt land farin í gang til að hvetja stjórnina til að segja af sér. Búið er að loka á síma og rafmagn til þinghússins. Það ganga aðeins 800 strætóar í dag (um 20% af flotanum) í Bangkok. Thai airways ætlar líka að fara í verkfall, sem verður gaman, því ég á að fljúga með þeim í kvöld.

Það er PAD (People's Alliance for Democracy) og UDD (United Front of Democracy Against Dictatorship) sem eru að berjast. PAD vilja semsagt fá Samak í burtu, en UDD er að verja hann. Þessar tvær fylkingar eru að berja á hvor annarri hér niðri bæ. PAD hefur fengið 43 verkalýðsfélög til að fara í verkfall og klárt að "fólkið" stendur með PAD. Það hjálpar ekki að Kóngurinn er veikur þessa dagana og heldur lasburða til að fara að blessa hitt eða þetta.

Kóngurinn hefur gríðarleg völd hérna. Hann segir nánast aldrei neitt en þegar hann talar þá hlusta allir og hlýða. Þegar maður fer í kvikmyndhús, þá birtist tveggja mínútna mynd um Kónginn undir þjóðsöngnum, allir standa upp, þar sést hann ferðast um landið, með gleraugu að skrifa í bók, hinn hugsandi, sívinnandi maður fyrir hagsmuni Tælands.

Væri alveg til í að gera svona mynd um Ólaf Ragnar, áður en liðið heima fengi að sjá Batman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHA  Sé þessa mynd um Óla alveg fyrir mér

Ómar Ingi, 2.9.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Svavar Guðnason

Veistu hvað Thai airways ætlar að vera lengi í verkfalli?

Svavar Guðnason, 2.9.2008 kl. 13:03

3 identicon

Sæll. Veistu hvar lögreglan í Bangkok stendur í þessu máli??

(IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Hef ekki frekari hugmynd um stöðuna þarna. Þetta breytist mjög ört alltsaman.

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 13.9.2008 kl. 21:54

5 identicon

Takk fyrir að svara, spurði vegna fósturdóttur minnar, (skiptinemi frá Bangkok) sem er farin heim og virðist ekki alltof ánægð með það. Vill endilega koma aftur, en pabbi hennar er  að mér skilst lögregluvarðstjóri.

(IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólaf de Fleur Jóhannesson
Ólaf de Fleur Jóhannesson
El chico con cámara

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband